Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 32
32
FBJETTIR.
England.
(Gladstone, Russel, Hertoginn af Argyle og Cardwell' voru á
ferbum í sumar um suSurlönd (Frakkland, ítaliu og Grikkland),
en böfíu stöSuglega brjefleg viSskipti og ráSagerSir viS Bright og
aSra forgöngumenn málsins, og sagt er aS Gladstone hafi sent
upphvatningar til málsinna sinna frá Florensborg, a8 vera húnir til
sköruglegrar atgöngu er þingfundir tækist. Drottning minnist á
þingskapamáliS í ræSu sinni og segir uppástungur muni koma, en
hvetur til samkomulags og stillingar. Disraeli hefir og komiS fram
meS 13 uppástungugreinir (resolutions]), er virSast eiga aS vera
nokkurskonar forspjöll til þingskapa, en eptir umræSurnar á þing-
inu, ef þeim verSur eigi vísaS aptur, aS leggjast til álita og um-
hóta í nefnd. þessi nefnd mun þá eiga aS búa til þaS frumvarp
til laga, er lagt verSur undir atkvæSi þingsins. Greinirnar koma
viS öll atriSi málsins: útfærslu kjörrjettar, kjörrjett verkmanna,
nýdeili kjörþinga, atkvæSagreiSslu og mútur og s. frv. En þær
þykja taka svo lauslega og óskoraS á öllu, aS mótstöSuflokkurinn
mun hafa mikiS til síns máls, er hann segir Tórýmenn hafa fariS
þessa leiS, aS hinir gæti eigi hrakiS þá frá völdum fyrir þess
máls sakir. Gladstone hefir sagt á þinginu, aS greinirnar væri
óhæfar, þær gæti ekki komiS málinu til iykta, en myndi aS eins
seinka því og lengja óróaástand landsins. Flest blaSanna hafa
veriS greinunum mótmælt, enda halda menn ráSaneytiS eigi ekki
langt eptir. Stjórnin og þingiS munu ekki geta lengur rekiS sig
úr vitni um, hversu hugstætt þingskapamáliS er orSiS allri alþýSu
manna eptir allt þaS sem fram er komiS af bænarskrám, ávörpum
og ályktargreinum máifundanna. 11. dag febrúarmánaSar var mikill
*) Allir þessir menn höWu tal af Píusi páfa, og er sumt hermt kýmilegt
af orðum hans um þá. Hann á að hafa sagt um Kusscl, að hann
væri furðulega magur, af þeirri ætt, Bedfordsættinni, er hefði rennt
niður svo mörgum feilum bita (»kalli«) frá andlegu stjetlinni. Gladstone
sagði hann setti meiri skelk I fúlk með ítölskunni, sem hann talaði, cn
öðru atgerfi er menn orðlegði hann fyrir. Argyle gæli enginn skilið,
þvi hann þættist bera af öilum til skilnings og hyggju. Sá er sjer
hefði orðið mcst starsýnt á væri Cardwell, hann hefði haft svo mikinn
alvöru eður helgisvip á sjer, en það hefði hann aldri grunað, að
helgir menn fyndist ineðal prótestanta.