Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 143
Tyrkjaveldi.
FKJETTTR.
143
vera ógildur. þetta hefir mælzt vel fyrir og hafa flestir emhættis-
manna breytt eptir dæmi jarlsins.
AS Zuez-skur8inum er unniS me8 mesta kappi, sem fyrr,
og ætla menn a8 hann verSi skipfleytur frá ósi til óss innan árs-
loka. ViS norSurmynniS er J>egar komin upp borg meS 4—5
þúsundurn ífiúa, og efnt til mikiliar hafnar, og víSa á bökkum
skurSarins mótar fyrir nýjum bæjum, eSur fyrir heilli röS borga,
er verSa ■ reistar og taka vöxtum, jpegar umferSin byrjar.
Grikkland.
þó mikiS sje talaS um þjóSerni og þjóSernisrjett á vorum
tímum, hefir þeim orSiS lítiS úr jieirri kenningu, er lítiS áttu
undir sjer. ViS þær þjóSir segja stórveldin: „látiS ySur hóflega
um allt og bíSiS, unz vjer getum komiS máli ySar fram í tómi
eSa án meiri vandræSa!11 þetta hefir veriS sagt viS Grikki, og
þaS af þeirri þjóS, er mest heldur fram þjóSerni og þjóSavilja
(Frökkum). Ef Grikkir hefSi ekki óttast reiSi stórveldanna, mundu
þeir fyrir löngu hafa hætt sjer í striS viS Tyrki. J>á tekur sárt
til hræSra sinna á Krítarey, en hitt ræSur eigi miSur, aS þeir
þykjast eiga til meira aS telja í garS Soldáns. J>eim þykir
skylt, aS þeir verSi svo hins nýja þjóSarrjettar aSnjótandi, aS til
þeirra hverfi öll þau lönd frá Tyrkjum, er grískir menn byggja,
eSa þeir er mæla á griska tungu. J>eir hafa sýnt áhuga sinn
og fylgishug viS Krítarmenn meS öllu móti, er Jþeim var unnt.
I Aþenuborg, Korfu og fleiri horgum hafa menn haft mikil
samtök um vistasendingar og vopna, um úthúnaS vopnaSra her-
liSa, og um peningasamskot handa J>ví fólki, er varS aS flýja
óSul sín og heimkynni á eyjunni. Hleypiskútur eSa hraSfara
gufuskip hafa runniS aS ströndunum meS sendingarnar fram
hjá varSskipum Tyrkja, og hafa þeim tekizt vonum betur erindin,