Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 35
Kngland.
FRJETTIB.
35
þetta fjelag stofnaði einn af nafntoguSustu öldungum Breta,
Brougham lávarSur, 1856. Hann hefir nú niu um áttrætt. Fje-
lagiS skiptist í margar deildir t. d., fyrir skólamál, uppeldi barna,
ómagaeldi, frelsi svertingja, heilnæmisráð, almenn persónurjettindi
(kvenna sem karla) og s. frv. Fundurinn stóS í Manchester frá
3. til 10. október. Ein af þeim fróðlegustu ræðum er haldnar
voru var ræSa læknis, er Dr. Farr heitir, um heilsu og heilbrigði
í ýmsum löndum eSur um afnám og viSgang lífsins. Dr. Farr
segir,/ aS heilbrigSi sje verkfjör anda eSa líkama, og til þess aS
meta rjett heilsufar hjá ýmsum þjóSum, þurfi menn aS vita, hversu
miklu menn í hverju iandi geti af kastaS af andlegum eSa líkam-
legum starfa. Eigi aS síSur segir hann megi hlíta við þann
mælikvarða er menn hafi, eSur tölu jþeirra er falla frá á ári, t.
d. af hverju þúsundi, og meSaltölu aldursáranna. Lakast sagSi hann
hlutfalliS á Rússlandi; þar deyja 36 af þúsund, en meSaialdurinn
er 25 ár. þar næst ferítalia; þar deyja 30 af þúsund og meSal-
aldurinn er 30 ár. Líkt en þó skárra er hlutfalliS í Austurríki og
á þýzkalandi. Á Frakklandi og Englandi er hvorutveggja jafn-
komiS; þar deyja 22 af þús., en meSalaldurinn 35'/e ár. Tala
dauSra í SvíþjóS og Danmörku er líka 22, en hjer er meSal-
aldurinn 44 ár. Bezt er hlutfalliS í Noregi; þar dejTja að eins
17 af 1000, en meðalaldur kemst til 50 ára. Af mörgu, er rædt
var á fundinum, má nefna stöðu og rjett kvenna. þar voru og tvær
nafnkenndarkonur, ertöluSusköruglega fyrir konurjettindum, sjerílagi
fyrir atkvæSa eSur kosningarrjetti óháðra og húsráðandi kvenna.
Onnur þeirra, Maria Walker aS nafni, var frá Bandarxkjunum; hún
var doktor í læknisfræSi og bar þann einkunnarbúning, er henni
heyrSi sem sáralækni í herliSi Bandaríkjanna. — Bænarskrá sendu
húseigandi konur um atkvæSarjett á þingiS í fyrra og kusu J. St.
Mill til formælis, en þann rjett hafa konur fengiS í nýlendum Eng-
lendinga í Australíu.
þess er getiS í fyrra í riti voru, aS stjórnin tók Habeascorpus-
lögin (mannhelgilögin eða almenn griSalög Englendinga) úr gildi á
Irlandi. SíSan hefir landiS ávallt veriS í hergæzlu, og fjöldi
vopnaSra lögvörzlumanna alstaSar til settir. þetta hefir eigi veriS
gert aS nauðsynjalausu, því opt og víSa hefir þeirra ráða kennt,