Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 139
Tyrkjaveldi.
FRJETTIB.
139
540 manna, og voru af þeim vopnfærir eigi fleiri en 200. i>eir
vörSust hjer í tvo daga fyrir miklu sóknarliSi af Tyrkjum (12 þús.).
Loks fengu Tyrkir brotiS múrinn umhverfis klausturgarSinn og
ruddust inn, en munkur einn, er hafSi lengi örfaS hina meS
hreystilegum fortöium, er inni voru, rjeS þeim nú til aS kveykja í
púSurbirgSunum og hleypa kiaustrinu í iopt upp, og hafa svo
nokkuS afráS af Tyrkjum fyrir líf sitt. J>etta var gert, og áttu
3000 Tyrkir aS hafa fengiS J>ar bana meS öllum binna er fyrir
voru — utan fáeinum kvenna og barna, er skotiS varS undan
áSur. í lok nóvembermánaSar jþóttust Tyrkir hafa brotiS niSur
uppreistina til fulls og alls, og lítiS heyrSist af viSureign þeirra viS
eyjarbúa til fess eptir nýjár. þingnefnd eyjarskeggja hafSi iýst
jþví yfir þegar í ágústmánaSi, aS jþeir aldri vildi ganga framar
Soldáni á hönd, en eyjan skyldi verSa sambandsland Grikklands,
og hafa sjer til höfSingja Georg konung fyrsta. þegar ófriSurinn
byrjaSi á nýja leik, og menn sáu, aS eyjarskeggjar stóSu eigi
verr búnir til varna og voru eins harSsnúnir á sitt mál sem fyrri,
virSist sem sumum stórveldunum hafi fariS aS snúast hugur í
jþessu máli, og þaS er nú haft fyrir satt, aS Frakkar hafi ráSiS
Soldáni aS láta Krít lausa, og lofa henni aS komast í þaS sam-
band, er enir kristnu menn óska. Kússar og Italir (sumir segja
og Prússar og Austurríkismenn) eiga aS hafá fyigt j>ví máli, en
Soldán á aS hafa kveSiS nei viS, aS því sagt er, eptir ráSi Eng-
lendinga. J>aS er enn (i byrjun aprílmán.) ekkert sannfrjett um
tillögur stórveldanna um KrítarmáliS, eSur jþaS sem kvisaS hefir
veriS um uppástungur , er taki til suSurbjeraSa Tyrklands á
meginlandinu, en seinustu fregnir hafa sagt, aS Soldán sje ein-
beittur í því, aS kæfa uppreistina á eyjunni og hafi sett Omar
Pascha, bezta foringja hers síns, yfir atfaraliSiS. — Margar sögur
hafa og borizt af óeirSum og uppreistarráSum á öSrum stöSum í
ríki Soldáns, svo sem á Samos, Rhodos, Sýrlandi, og einkum í
Albaníu og þessalíu. ‘Líklega hefir hvergi kveSiS svo mikiS aS
ófriSnum sem á Krítarey, en sumar fregnir segja, aS Tyrkir eigi
jafnan í bardögum og eltingum viS uppreistarsveitir í grenndar-
hjeruSum Grikklands.
Svo mart sem ráSiS er til lagabóta og skipaS til betri hátta