Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 89
B«lgí*.
FBJETTIB.
89
ar þágu eigi þessa ölmusugjöf, enda urbu þeir a8 slá öllu í botn
meS leikana.
í Antwerpen varS afarmikiS tjón af eldi 10. og 11. ágúst-
mánaSar. Eldurinn kom upp í varningshúsi nálægt Scheldefljótinu,
þar er geymdar voru mörg bundruS ámur af steinolíu. Slíkt
eldsmeti gerSi báliS svo óviðráðanlegt, aS öllum bænum lá viS
mesta voSa og slökkvivjelarnar fengu lengi ekkert a8 gert til aS
stöSva eldsflóSiS. I grenndinni voru mörg önnur geymslubúr og
búSir fullar af ýmsum vörum, steinolíu, brennivíni, ull og fl., og
nam eldurinn eitt á fætur öSru og varb mesta mannhætta aS
koma nærri, því stundum komu upp úr kjöllurunum húsanna gos
og strokur sem úr eldfjallsgýg. Nærri má geta aS alls yrSi
leitaS borginni til varnar, og tókst loksins aS deyfa bá'.iS a8 kveldi
þann 11. Ásamt vörubúrunum og öSrum húsum lagSist ein gesta-
höll í ey8i (Hotel de Cologne).
1 byrjun febrúarmánaSar gerðu námaverkmenn í járnnámunum
vi8 Marchenne og kolanáraunuin hjá Dampremy mikinn ófriSaratsúg
a8 verkmeisturum sínum fyrir þa8, a8 launin voru lækkuS um ’/io.
LögvörzluliSið gat ekki bælt niSur þessar róstur, því verkmenn
voru hjer í þúsundatali, og varS a8 senda herlið til að stöðva
þá. þetta tókst, en eigi fyrr en margir höfðu fengið meiðsl og
illar skeinur af hvorumtveggju.
Bróðir Leópolds konungs annars, greifinn af Flandern, hefir
náð heitorði Maríu prinzessu af Hohenzollern, systur Carls Rúmena-
jarls og frændkonu Prússakonungs, og er það nýtt tengdaráS
meS ættmönnum eða venzlamönnum Viktoríu drottningar og kon-
ungsættinni á Prússlandi.
H o 11 a d d.
Hjer hafa menn af frelsis- og framfaraflokki lengi setið við
stjóm og lengi mun slíkra manna getið sem Thorbeckes fyrir allt
það, er hann hefir haft fram til umbóta í lagasetningum og stjórn
ríkisins. A8 breytingarnar myndi mæta fyrirstöðu hjer sem
annarstaðar. mátti í vændir vita. sem hitt, að framfaramenn yrbi