Skírnir - 01.01.1893, Page 12
12
Löggjöf og landstjórn.
Prestvígðir á árinu voru þessir prestaskólakandídatar til ofannefndra
prestakalla:
Kjartan Kjartansson 30. apríl, Einar Pálsson, Ófeigur Yigfftsson og
Sigurður Jónsson 16. júlí, Gísli Kjartansson 5. nóv.
Umboðsmaður var Einar Markússon verzlunarstjóri Bkipaður 12 okt.
yfir Arnarstapa- og Skógarstrandarumboði og Hallbjamareyrar.
Verzlunarrœðismenn urðu þessir:
Kaupmaður Chr. Zimsen var viðurkenndur sem frakkneskur konsular-
agent í Keykjavik 8. nóv. Kaupmaður Jens Martinius Hansen var viður-
kenndur sem breskur viceconsul á Seyðisfirði 14. nóv.
Heiðursmerki:
Jónas Jónassen, Dr. med. og héraðslæknir í Keykjavík, var sæmdur
riddaralcrossi dannebrogsorðunnar 29. sept.
Hdðursgjafir fir styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fengu:
Jón Skúlason, bóndi á S'óndum i Húnavatnssýslu og Magnús Þórar-
insson, bóndi á Miðliúsum í Gullbringusýslu 140 kr. hvor, fyrir framúr-
skarandi dugnað i jarðabótum og húsabyggingura.
Samgöngumál. Til vegagcrða þetta ár var greitt úr landssjóði
33,926 kr. 94 au. Af fjárupphæð þessari gengu 9164 kr. 2] au., til nýrra
vegagerða á aðalpóstleiðum, 7578 kr. 81 au. til hrúa og 12,900 kr. til
fjallvega. Vegagerðir þær, er landssjóður lagði fé til, fóru fram á þrem
stöðum: á Mosfellsheiði syðra; þar vann Erlendur Zakaríasson mcð sveit
manna og lagði þar vandaðan veg rúmar 10 rastir að lengd (röst eða kíló-
meter er um 500 faðmar); á Fjarðarheiðí á Austfjörðum. Þar var Péll
Jónsson foringi vegagerðarmanna. Þar var ruddur vcgur um 19 rastir,
og auk þess hlaðinn vegur, sem nam 2 röstum. í Borgarfirði fyrir ofan
Hvítá, upp frá Kláffossi. Árni Zakariasson stóð þar fyrir vegagerð. Sá
vegur var 2’/,, röst.
Af meiri háttar mannvirkjum til vegabóta má nefna 2 trébrýr, sem
lagðar voru á ár, önnur á Hvítá í Borgarfirði hjá Kláífossi, en hin á
Fjarðará á Seyðisfirði, milli Búðareyrar og Fjarðaröldn. Otto Wathne,
kaupmaður, stóð fyrir þeirri brúargerð, en landssjóðslán var tekið til þess
að koma brúnni á, 4000 kr. að upphæð, af sveitarfélagi Seyðisfjarðarhrepps
að 8/<t hlutum, en af sýslufélagi Norður Múlasýslu að einum fjórðungi.
Auk þess lagði Seyðisfjörður fram 1000 kr., er til vantaði. Brú þessi er