Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 18
18
Árferð.
sóknar. Um áramótin voru að eins 2 prestaköll óveitt, öoðdalir og Helga-
fell, en kosningar höfðu þá farið fram í þeim báðum.
Árferð. Veðurátta var frá ársbyrjun og út veturinn vlðast mjög mild,
frostvægð og hagasamt á jörð ; mest urðu frostin um stuttan tíma í miðjum
marz. Þá voru í Austur-Skaptafellssýslu 15 stig á Cels. í Vestmannaeyjum 12
stig á Cels. í Reykjavík 17 stig á Cels. og á Vesturlandi yfir 20 stig og
viðlíka mikið á Akureyri og í Grímsey; var þetta hvervetna mest frost á
vetrinum, nema í Grímsey. Þar hafði f'rostið orðið 23 st. seinustu dagana
í janúarmánuði. í vetrarlok var vetri þessum jafnað til vetranna 1828—
29 og 1846—47, en þeir tveir vetrar liafa þótt einna bestir á þessari öld;
náði þessi sama árgæska yfir iand allt nema austast í Skaptafellssýslu og Aust-
firði. Þar voru harðindi mikil og hagbönn fram yfir miðjan marzmánuð;
var þá útlit orðið hið iskyggilegasta með fjárhöld vegna yfirvofandi hey-
skorts, einkum í sjávarhéruðum Norður-Húlasýslu, frá Seyðisfirði og norður
til Langaness og það upp að miðju Fljótsdalshéraði, en þar efra voru menn
betur staddir og hlupu drengilega undir bagga með hinurn. En Beint i
marz kom hinn besti bati þar eystra, er hélst upp þaðan veturinn út.
Vorið var hlýtt og vætusamt víðast nema á Austurlandi; í Reykjavík
snjóaði síðast 7. maí. Allan fyrri hluta sláttar var tiðarfar hvervetna
hið hagstæðasta. En nokkru eptir miðjan ágúst brá veðuráttunni til ó-
þurka á Suður- og Vesturlandi og fyrir norðan land hæði í Húnavatns-
sýslu og Skagafirði; fylgdust þá fyrst að stormar og úrfelli, en síðan hægði
nokkuð og þornaði svo smámsamau. Seint í september (19—20) gerði hið
mesta norðanhret um land allt með mikiili fannkomu; fylgdi því feyki-
mikill stormur. Haustveðuráttan var mjög óstöðug um land allt, stundum
hleytukaföld og rigningar en annað veifið frost og það stundum allhart.
Mest var frostið síðustu dagana í nóvembermánuði. Þá voru í Vestmanna-
eyjum 15 stig, í Reykjavík 18 stig og á ísafirði 21 stig. — Seint í októ-
ber (23. og 25.) gengu fellibyljir miklir yfir Austurland af vestri og gerðu
þar víða allmikil spell, sem síðar mun getið. Þrumur heyrðust í eitfc
skipti á árinu í Reykjavík (30. marz). Einu sinni var þar og vart við
jarðskjálpta (18. nóv.).
Hafís rak í janúarmánuði inn á Húnaflóa og fyllti þar firði. Um
sömu mundir voru hafþök af ís á ísafjarðardjúpi og öðrum fjörðum þar
vestra. Þá varð og vart við hafís fyrir norðan land á Melrákkasléttu og
fyrir Barðsnesi eystra. Mestallan þennan ís rak aptur frá landi þegar
um næstu mánaðarmót. Sagt var, að ísinn hefði verið lengi um sumarið