Skírnir - 01.01.1893, Page 19
Árferð.
19
í nánd við Hornstrandir en að öðru leyti fóru litlar aögur af honum fyr
en með jólaföstu. Þá fyllti hann aptur ísafjarðardjúp og um sama leyti
rak hann inn á firði fyrir norðan land, en horflun var hann þó frá landi
fyrir áramótin. Höpp færði hafís þessi lítil. Höfrungar nokkrir náðust
með isnum, er kom í janúar, í Bjarnarflrði og Steingrímsflrði. Með siðari
hafísnum rak hval fertugan á öautshamri við Steingrímsfjörð. Þá náðust og
hnýðingar nokkrir í Furufirði á Ströndum. Bjarndýr kom þá með ísnum
á Skaga í Húnavatnssýslu, en slapp út aptur, áður en það varð unnið.
Grasvöxtur varð nokkuð misjafn. Á nokkrum stöðum varð hann i
besta lagi svo sem í sumum sveitum í Árnesssýslu og ftangárvalla og sum-
staðar í Múlasýslum, en víða varð ekki svo mikið grasár, eins og vænta
mátti í fyrstu; votengi spratt ekki sem best, þar sem mestar voru væturn-
ar um vorið, en á nokkrum stöðum, helst á Austfjörðum, brann gras til
skemmda af túnum, vegna sterkjuhita; mun og jörð sumstaðar hafa enn
borið menjar vorkuldanna sumarið áður.
Heyskapur byrjaði hvervetna snemma, og víða í langfyrsta lagi, svo sem
sumstaðar á Suðurlandi og Austurlandi, er tekið var til sláttar 8 vikur
af sumri. Nýting var hin besta á heyjum allan fyrri hluta sláttar um
land allt, en þar sem mest varð af rigningunum í ágústmánuði og septem-
ber urðu nokkur spell á nýtingu útheyja. Garðyrkja heppnaðist í besta
lagi um land allt. Kartöfiuuppskera var t. a. m. á Akureyri seytjánföld
að meðaltali við útsáðið og einn maður var þar (Eggert Laxdal verslun-
stjóri), er fékk úr görðum sínum eptir sumarið 165 tunnur af kartöflum.
Skepnuhöld urðu góð um vorið um land allt, eins og vænta mátti i
einmunatíð. Um haustið var skurðfé gott til frálags. Fjárdauði var all-
mikill um sumarið i Álptaflrði í ísafjarðarsýslu, en mest á næstu bæjum
við hvalveiðastöð Norðmanna á Langeyri; hefir slíku brugðið fyrir áður þar
vestra og ætla margir, að hvalát muni valda, en aðrir taka þar þvert
fyrir. — í Bæ í Miðdölum í Daiasýslu varð miltisbruni 4 nautgripum
að bana.
Hundafaraldur geisaði viða um landið, fyrst á Austurlandí og síðan
um Norðurland og þaðan fluttist sýkin um haustið til Borgarfjarðar; kvað
svo mikið að henni, að hundlaust varð með öllu á mörgum heimilum og
varð að þvi mikill bagi við alla fjárhirðingu.
Atvinnuveglr. Fiskiveiðar heppnuðust yfirleitt í besta lagi þetta
ár. Á vetrarvertíðinni og um vorið var ágætur afli á Suðurlandi og Yest-
2*