Skírnir - 01.01.1893, Side 22
22
Atmnnvegir.
langá á 40 kr. skpd. Saltfleknr frá Faxaflóa var seldur á Spáni fyrir
38—39 mörk og vestfirskur á 39—42 mörk. í Genúa var smáfiskur seld-
ur á 37'/i—38V» kr. skpd., og ýsa á 32 kr. Á Bretlandi fékkst fyrir
smálestina af stórum, söltuðum þorski 12—13 pd. sterling, fyrir smáfisk
14—15 pd. sterl., og fyrir ýsu 12 pd. sterl. Harðfiskur seldist á 130—
150 kr. Hákarlslýsi, ljóst, gufubrætt var selt á 28'/a—30J/2 kr. tunnan
og pottbrætt á 28—30 kr. tunn., dökkt hákarlslýsi 24—27 kr. tn., ljóst
þorskalýsi á 28—29’/2 kr., dökkt þorskalýsi 26—27 kr. Sundmagar voru
seldir á 28 aur. pd. Sauðakjöt var selt á 42—48 kr. tunnan, sauðskinn
söltuð 3—4 kr. (2 saman), lambskinn 85—90 kr. hundraðið, tólg 26—28
aur. pund. Æðardúnn seldist á 8—10 kr. pundið.
Verð á skurðarfé innan lands var líkt og næsta ár á undan. Kjöt
var á Austurlandi á 12—16 aur. pd. og mörál8 aur. pd.; á Norðurlandi
var kjötverð á 11—16 aur. pd. og mör á 20 aur. pd.; í Reykjavík var
kjöt á 14—18 aur. og mör á 25 aur., en á Vesturlandi (ísafirði) varð
kjöt á 16—20 aur. og mör á 30—36 aur.
Samkvæmt fjárlögunum var 12000 kr. styrkur veittur af landsfé til
búnaðarfélaga og framfarafélaga, er landshöfðingi útbýtti meðal 81 félags;
fór styrkur hvers eins eptir dagsverkatölu þeirri, er í því höfðu verið unn-
in næsta ár áður. í suðuramtinu voru það 29 félög, er styrkinn hlutu —
7480 kr. 80 aur. — og höfðu öll unnið 18,032 dagsverk; I vesturamtinu
fékk 21 félag með 5844 dagsverkum 1776 kr. 30 aur.; í norðuramtinu
voru félögin 31 og dagsverkin 9024, en styrkurinn 2742 kr. 90 aur.
Þessi af félögunum höfðu unnið mest: í suðuramtinu jarðræktarfélag
Keykjavíkur 2904 dagsverk og þar næst búnaðarfélag ölveshrepps 1915
og búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps 1021; í vesturamtinu var búnaðarfé-
lag Miðdalahrepps hæstmeð656 dagsverk; í norðuramtinu voru flest dags-
verk unnin hjá búnaðarfélagi Svínavatnshrepps, 702 að tölu. Á hinum
fyrri ársfundi í búnaðarfélagi suðuramtsins var stungið upp á að gera
það að búnaðarféiagi fyrir land allt; var þar kosin nefnd manna til þess
að semja lög fyrir slíkt félag; samdi hún frnmvarp, er var prentað og
sent amtsráðunum í öðrum ömtum landsins. Þau skilyrði voru sett fyrir
því að félagið færði út verksvið sitt til hinna arata landsins, að amtsráð-
in gæfu út þær skuldbindingar, að hvert amt skyldi greiða til félagsins
árstilllag, er fyrir norðuramtið og vesturamtið væri 400 kr. úr hvoru
þeirra um sig og úr austuramtinu 200 kr. — Ekkert amtsráðið sá sér
fært að þekkjast að sinni þettá lilboð búnaðarfélagsins.