Skírnir - 01.01.1893, Page 25
Menntun.
26
ekólans, svo sem landshöfðingi hafði lagt til. Landshöfðingi sendi mál
þetta og öll skjöl, er það snertu, til ráðgjafans. Út af þingsályktunar-
tilllögunni um afnám grísku og latínu, sem fyr hefur verið minnst á, var
borin fram og samþykkt sú yflrlýsing af hálfu neðri deildar, að hún treysti
stjórninni til að taka til greina tilllögur alþingis 1891, um breytingu á
skipulagi lærða skólans (sbr. Fr. 1891, bls. 17).
Barnakennarar i sveitum, er hlutu landssjóðsstyrk þetta ár voru 109.
Úr landssjóði var og veittur styrkur 21 barnaskóla. Hvor þessi styrkur
um sig var allur að upphæð 4000 kr., eins og næstu ár áður.
Kennarafélag það, sem stofnað var 1889 og áður hefir verið getið í
riti þessu, hélt aðalfund í Keykjavík 29. og 30. júní. Þar var rætt um
sögukennslu i barnaskólum, og erindi var þar flutt um samband heima-
kennslu og skólakennslu. Bnn var þar rætt um skólaiðnaðarkennslu og
skorað á alþingi að veita til hennar fulltingi sitt. Þá var þar og rætt
um stofnun smærri kennarafélaga og um kennaramenntun og fleiri kennslu-
mál; var ákveðið að rita til alþingis um þessi mál; varð það og úr síðan
á þinginu að það hækkaði styrkinn til kennarafræðslu upp í 1600 kr.
hvort ár og veitti auk Jiess 300 kr. hvort árið til þess að gefa út kennslu-
bækur handa barnaskólum.
Hér skal enn minnst á ein merk nýmæli, er kennslumál snerta —
8tofnun háskólasjóðs á Islandi. Þess var fyr getið, að alþingi samþykkti
lög um stofnun háskóla á íslandi. í þinglok bundust svo ýmsir menn
samtökum til að vekja áhuga þjóðarinnar á stofnun háskóla og gangast
fyrir samskotum til að flýta framkvæmdum þess máls; urðu 30 saman í
þessum samfókum, alþingismenn, nokkrir kaupmenn og flestir af kennend-
um við hinar æðri menntastofnanir hér á landi og fleiri málsmetandi
menn; kusu þeir svo 9 úr sínum flokki til þess að gangast fyrir fram-
kvæmdunum. Þeir birtu síðan áskorun til landsmanna um samskot til
háskólasjóðs; skal féð fyrst um sinn lagt á vöxtu í landshankanum. Um
árslok voru samskotin orðin 1105 kr. 29 aur., þar á meðal rúmar 70 kr.
frá félagi einu í Ungverjalnndi. Aðalsmaður einn í Yinarhorg, von Jaden,
íslandsvinur mikill, reit áskoranir um þetta mál í ýms blöð í Austurriki.
Hér skal getið nokkurra helstu rita, er komu út þetta ár. Norður-
ljósið skifti um fitgefanda. Friðbjörn St-einsson bóksali á Akureyri hætti,
en Hjálmar Sigur'sson, realstúdent í Keykjavík tók við frá nýári og hélt
blaðinu út í Reykjavik. En Norðlingar kuunu því illa að hafa ekkert
blað hjá sér, sem von var; gengu þá ýmsir helstu menn Eyfirðinga í félag