Skírnir - 01.01.1893, Síða 29
Menntun.
29
leiki; þóttu þeir betur leiknir, en menn hafa áður átt hér aðvenjast; var
það þakkað áhrifum hinna dönsku leikenda-hjóna, er hér komu næsta ár
á undan; þau komu og aptur þetta vor til Keykjavikur og hinn þriðji
maður í fór með þeim, danskur leikandi B. Wulff; héldu þau þar ýmsa
sjónleiki smáa og þóttu þeir allir mjög vel leiknir. í Hafnarfirði voru og
sýndir sjónleikir, meðal þeirra einn nýr íslenskur, er heitir Útsvarskæran.
Bnnfremur voru leikir haldnir á Öngulstöðum i Eyjafirði, á Þingeyri, á
Eyrarbakka, í Hfisavíkurkaupstað, á Eskifirði og á Rosmhvalanesi. Af
öðrum skemmtunum má einkum nefna söngskemmtanir, er haldnar voru
víða um land af ýmsum félögum, er fjölga ár frá ári eptir þvi sem þekk-
ing á söng og fegurðartilfinning fer vaxandi. Skemmta sum af slíkum
félögum með samsöng en önnur með hornablæstri, eða öðrum hljóðfæra-
slætti. í Reykjavík þykir í þeim efnum mest kveða að félagi því, er heit-
ir Söngfélagið frá 14. janfiar 1892 og að hornleikendafélagi undir forustu
Helga kaupmanns Helgasonar. Á Akureyri eru og 2 blómleg félög, er
heita Díana og Gígja.
Forngripasafninu veitti Pálmi Pálsson forstöðu, er tekið hafði við
eptir Sigurð Vigfússon látinn. Safninu bættust rfimir 200 gripir, þar á
meðal nokkrir munir, er fundist höfðu í jörðu í Snæhvammi í Breiðdal.
Rannsóknarferðir voru ýmsar farnar hér um land. Þorvaldur Thor-
oddsen skólakennari fór um Vestur-Skaptafellssýslu og rannsakaði meðal
annars Mýrdalsjökul, fann upptök Skaptár og Hverfisfljóts, og skoðaði
eldgýgina, er gusu 1783. Sæmundur Eyjólfsson cand theol, og bfifræðing-
ur fór um Norðurland og Austurland að tilhlutun Bfinaðarfélags Suðnr-
amtsins og raunsakaði þar einkum skóga. Þórðarstaðaskógur í Fnjóska-
dal þótti honum einna fegurstur skógur á landinu. Skóga í Borgarfirði
kvað hann heldur vera í blómgun, en aptur eru þeir víða á Austfjörðum
hrörlegir og fir sér gengnir. Stefán kennari Stefánsson frá Möðruvöllum
ferðaðist um Vestfjörðu í grasafræðisrannsóknum og fann ýmsar nýjar
jurtir. Dr. Björn M. Ólsen skólakennari fór í málfræðisrannsóknum um
Norður-Þingeyjarsýslu. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi var um sumarið
í þjónustu Fornleifafélagsins og rannsakaði sögustaði og forn örnefni og
sögulegar menjar í Árnessýslu, Rangárvöllum og Skaptafellssýslu. — D.
Thomsen kaupmaður fékk ferðastyrk af landsfé, sem áður hefir verið
ritað; fór hann þegar um haustið um England, írland, Frakkland, Spán
og Portfigal til Ítalíu; rannsakaði hann á ferð þessari markaði fyrir
islenskan varning i löndum þeim, er leið hans lá um. — Um för séra