Skírnir - 01.01.1893, Side 31
Slysfarir.
31
aði og í Landeyjum einn maður í lendingu. í april (26.) varð aptur stðr-
kostlegur skiptapi úr Landeyjum; fórust þá 14 menn; formaðurinn hét
Sigurður Þorbjörnsson frá Kirkjulandshjáleigu. 27. s. m. drukknnðu
drengir tveir frá Kirkjubóli í Strandasýslu í læk nálægt bænum. í júní
(6.) drukknaði Kristófer Þorvarðarsson, bóndi frá Breiðabólsstað á Síðn í
Eldvatninu hjá Ásum. Maður féll útbyrðis af bát á Skagafirði og drukkn-
aði. í júlí (24.) drukknaði í Grímsá í Borgarfirði unglingsmaður frá
Deildartungu. 1 sept. (5.) fórst bátur frá Sjónarhól á Yatnsleysuströnd
með 2 mönnum, er báðir drukknuðu; voru þeir á heimleið úr Vogavík.
16. s. m drukknuðu 2 menn á bát i fiskiróðri frá Sandgerði á Miðnesi.
18. s. m. fórst bátur frá Brimnesi i Ólafsfirði með 3 mönnuui. í okt. (11.)
fórst skip frá Vörum i Qarði i fiskiróðri með 6 mönnum. í nóv. (18.)
drukknaði Árni Einarsson frá Grænumýrartungu í síki nálægt Melum í
Hrútafirði; bann var á heimleið frá Borðeyri. í des. (7.) fórst skip
með 6 mönnum í fiskiróðri úr Bolungarvík. 9. s. m. fórst og skip með
6 mönnum frá Leiru í Jökulfjörðum. — Áðrar slysfarir urðu þær, að í
ágúet (26.) hrapaði maður til bana í Vestmannaeyjum, er hét Sigurður
Sigurðsson frá Sjólyst, og um sumarið datt stúlka austur í Hornafirði
af baki og bcið þar af bana. í okt (13.) beið maður bana af byssuskoti;
hann hét Guðmundur Gottskálksson frá Reykjakoti í ölfusi. í des. (21.)
varð maður úti á leið frá ÞorlákBhöfn, Gunnar Gunnarsson að nafni.
Ilúsbniiiiir. Á Eyrarbakka brann íbúðarhús úr timbri 7. marz;
fólk komst þar allt af en allslaust að kalla. Um sumarið brann og bær
á Látrum i Mjóafirði vestra. Þar varð og fólki bjargað.
Þilskip allmörg braut hér við land, en mönnum af þeim varð bjargað.
í júli (6.) strandaði danskt fiskiveiða gufuskip „Hafnia“ á skeri fram
undan Karlsskála í Reyðarfirði. í Ólafsvík braut 3 kaupskip og leið
skammt milli. 1 sept. (4.) strandaði þar „Amicitia", eign Gramsverzlunar
og 19. s. m. „Dyretjord" eign sömu verzlunar. í okt. (6.) braut þar loks
kaupskipið „Svanen“, er lengi hafði verið í fórum hér við land, og mun
hafa verið eitthvert elsta skip í Danaveldi, byggt 1777. Það hafði lengi
verið eign Clausens stórkaupmanns, en var síðast komið í eigu Salomons
Davidsenð í Kaupmannahöfn. í nóv. (1.) strandaði kaupskipið „Alfred“ á
Húsavik, eign Örum & Wulfsverslunar og s. d. á Vopnafirði „Örnen“
eign sömu verzlunar.