Skírnir - 01.01.1893, Qupperneq 44
II.
Frá öðrum löndum.
Almenn tíðindi.
Frá veöráttufari er það að segja, að frainan af ftrinu vorn ðvenjulega
mikil froöt og fannkomur um alla álfuna, en þegaT fðr að vora (í maí)
tðku við þurkar svo miklir, að allt skrælnaði upp og héldu menn, að öll
uppskera mundi bregðast, einkum í MiðjarðarhafBlöndunnm, en seinna
hlutann af júlí komu votviðri, og mátti það ekki scinna vera; fðr nú öll-
um jurtagróður stðrkostlega fram á skömmum tíma og loksins varð upp-
skeran með bezta móti um alla Norðurálfu. Einkum var hún ágæt á
Eússlandi, en tolldeilurnar við Þjóðverja ollu því, að Rússar höfðu ekki
eins mikinn ágðða af kornmat sínum og skyldi.
Seinna hlut ársins var veðrátta í meðallagi, að því er hita snertir,
cr venju fremur umhleypingasöm olg stormasöm. í miðjum nóvember var
ofviður mikið um allan miðhluta Norðurálfu; fðrst fjöldi skipa, en menn
drukknuðu hðpum saman. Sumstaðar var svo hvasst, að járnbrautarvagn-
ar urðu að halda kyrru fyrir, en fuku út af járnbrautarteiuunum, ef þeir
lögðu af stað. í stormum þessum fðrust 250 manns við England, en yfir
60 manns vestan til á Jótlandi, við Harboöre og þar í grendinni.
Heilmfar hefir verið gott, en þó hefir kólera stungið sér niður i sum-
um löndum, svo sem á Suður-Frakklandi, á Spáni og í suðurhluta Rúss-
lands. Yíða gerði hún vart við sig, en hvergi varð hún mjög mannskæð,
enda eru nú allsstaðar hafðar svo sterkar sóttvarnir, að kólera getur varla
orðið jafn banvæn og hún hefir orðið áður, meöan heilsufræðin var skemmra
á veg komin og minni vari var hafður á.
Stjórnmálahorf eru að mestu leyti hin sömu og verið hafa í nokkur
ár. Allir, sem nokkuð fást við þau, segjast vilja allt til vinna, að friður
haldist, en á hinn bóginn herbýr hver þjóðin sig í kapp við aðra, og líð-
ur líklega ekki á löngu, þangað til færi verður á, að nota þessi vopn og
vígtól, því nú er svo komið, að þjóðiinar geta varla risið undir herkostn-