Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 53
Frakkland.
63
næsta forseta lýðveldisins, því nú fer bráðum að líða að þeim tíma, að
Carnot á að leggja niður völdin. Ólíklegt þykir að hann verði kosinn
aptur, enda er hann orðinn heilsulinur, en ýmsir eru nefndir til að koma
i Btaðinn fyrir hann, bvo sem Casimir Périer, Constans og Godefroy Cavaig-
nac. Hann hélt tölu mikla meðan Panama-málið stóð yfir og var henni
tekið bvo vel um land alt, að það var þegar í stað farið að bendla hann
við íorsetatignina, en seinna hefir hann látið lítið til sin taka.
Svo er talið að af nýju þingmönnunum séu 409 þjóðveldismenn, 64
apturhaldsmenn (ekki þó allir eindregnir einveldissinnar), 79 jafningjar
og lögleysingjar, en 29 vafageplar, og sést á þessum tölum, að apturhalds-
menn mega sín mjög lítils á Frakklandi, þótt vafageplarnir kunni að snú-
ast i lið með þeim.
í ágústmánuði slettist talsvert upp á rnilli Frakka og ítala, og stóð
svo á því sem nú skal greina. í borg einni lítilli á Suður-Frakklandi,
Aigues-Mortes, urðu allmiklar róstur milli franskra og ítalskra verkmanna.
16 manns fengu bana, en 60 urðu sárir, og voru þeir flestir ítalir. Her-
menn urðu seinast að skakka leikinn. Um sama leyti var ítölskum verk-
mönnum sýndur ýms ójöfnuður víðar á Frakklandi, svo sem í Parísarborg.
Þessu undu Italir illa og beittu ofríki við Frakka, sem höfðust við í
Rómaborg og víðar á Ítalíu, en ítalska stjórnin skarst í leikinn, setti af
ýmsa embættismenn, sem hún hafði grunaða um að hafa verið í vitorði
með óróaseggjunum og afsakaði sig við frönsku stjórnina; varð því ekkert
úr uppþotum þeBSum, þótt ófriðarlega liti út i fyrstu. Sumir telja, að
róstur þessar hafi komið af þjóðaríg milli ítala og Frakka, en sumir kenna
því aptur um, að frakkneskir verkmenu vilji vera einir um hituna heima
fyrir og er það sennilegra. í desember var kveðinn upp dómur í málinu
á Frakklandi og voru allir dæmdir sýknir saka, af því ýmsir höfðu átt
þar högg í annars garð. ítalir undu þessum málalokum illa, þar sem
flestir af þeim, sem beðið höfðu bana eða fengið sár, höfðu verið ítalir, en
liklega hjaðnar þessi óánægja niður.
í miðjum október sótti floti Rússa Frakka heim í Toulon og hét sá
Avellan, sem var fyrir förinni. Það var uppi fótur og fit um alt Frakk-
land til að taka sem glæsilegast á móti þessum gestum og mætti semja
margar bækur og stórar um allan þann veg, sem þeim var sýndur. Mest
var um dýrðir í Parisarborg, því þangað var foringjum Rússa boðið. Borg-
arráðið lagði fram 350,000 franka til þess að kosta hátíðarhöldin, en þetta
hefir að eins verið lítill hluti af öllu því fé, sem þau kostuðu. Dýrðin og