Skírnir - 01.01.1893, Page 54
54
Prakkland.
fögnuðurinn keyrði bvo úr hðfi, að hefðu menn ekki vitað að Prakkar eru
gleðimenn raiklir og sundurgerðarmenn, hefði legið nærri að halda að þeir
væru ekki með öllum mjalla. Frökkum kemur sjaldan saman í stjðrnmál-
um; en í þetta skipti má telja að þeir væru allir á einu máli, þótt allra
römmustu blöðin vinetra megin hentu á, að ekki sæti á Frökkum, frelsis-
og framfaramönnunum, að daðra svona við RúBsann, sjálft einveldið og
harðstjðrnina.
Svo er sagt, að Rússakeisara hafi þótt nóg um fagnaðarlætin og hafi
hann gefið í skyn, að minna mundi duga, en því var lítill gaumur
gefinn.
Ekki var annars að furða, þótt Frakkar gleddust yfir heimsókn Rússa.
Þeir höfðu um hríð staðið einir sér í Norðurálfunni og urðu að horfa á
það með blóðugum augum, að þrenningin var stofnuð, en þegar floti Frakka
sótti Rússa heim í Kronstadt (1891), komst svo gott samkomulag á, á
milli stjórnanna, að næst gengnr bandalagi, og er sagt að Rússakeisari
hafi sjálfur stuðlað mest að því. Sem stendur er því talið, að Rússland og
Frakkland standi andspænis þrenningunni og er slíkt talið friðarviti, því
hvorttveggja þessara valdbákna hlýtur að vera óárennilegt fyrir hitt og
er það bezt trygging fyrir friðnum.
Þetta var alt tekið fram með miklum fögnuði í frönskum blöðum
meðan Btóð á heimsókn Rússa og í ræðum og ávörpum, sem fóru á milli
þeirra og Frakka, en aptur litu Þjóðverjar óhýru auga til heimsóknar
Rússa. Þeir báru sig þó karlmannlega og létu í veðri vaka, að förin
væri einungis ætluð til þakklætis fyrir heimsókn Frakka í Kronstadt, en
Frakkar væru kurteisir menn og hefðu því tekið Rússum svona vel.
Um sömu mundir og Rússar dvöldu við Frakkland sótti deild af
enska flotanum heim ýmsar borgir á Ítalíu. Þeim var tekið vel, eins og
lætur að líkindum, en þó vóru þær viðtökur ekkert á móti ósköpunum í
Frakklandi. Þjóðverjar og blöð þeirra gerðu sem allra mest úr heimsókn
Engla, og bendir það meðal annars á, að þeim hafi ekki verið um heim-
sókn RÚ8sa.
Svo er sagt, að Frakkar hafi hoðið Rússum hafnarstöð handa flota
þeirra í Miðjarðarhafinu, líklega til að hafa þá sem næst sér, ef í ilt færi.
Þjóðverjar létu sér líka fátt um fregn þessa finnast og sögðu að hún
kæmi Englendingum meira við en sér; er mikið til í því, því England er
„drottning hafsins“, eins og fyr.
14. nóvember hófst þing Frakka og leit alt friðlega út. Ráðgjafarn-