Skírnir - 01.01.1893, Page 65
Austurríki.
65
illa, cnn Þjóðverjum jiðtti það koma vel á vondan, þar sem voru mðt-
stöðumenn þeirra,
í Prag voru líka reyndar sprengikveikingar seint í desember, eins
og víðar á þessu ári, en manntjðn varð ekki.
Um sama leyti var skóari einn í Prag myrtur. Það komst upp,
hverjir framið höfðu glæpinn og var haldin rannsókn yflr þeim; kom þá í
ljðs, að þeir voru félagar í leynifélagi einu, sem var mjög útbreitt um
allan Bæheim og víðar um Austurriki. Pélagið er að sumu leyti lögleys-
ingjafélag, en að sumu leyti stílað gegn yfirráðum Þjððverja i Bæheimi.
Skóarinn hafði líka verið í félaginu, en sagt löggæzluliðinu frá þvi, og var
þeim kumpánum falið á hendur að myrða hann og hefna svo félagsins.
Málin flt flr morði þessu voru ekki nær þvi á enda kljáð um nýár.
Þegnar Austurríkiskeisara eru mjög sundurleitir að þvi er snertir
kynferði, mál og trúarhrögð, og er því mjög erfltt að halda þeim saman
í einu ríki. Þetta hefir þó Taaffe groifa, forraanni ráðaneytisins, tekizt í
14 ár; hefir hann synt á milli skers og báru með hinni mestu snild, og
hagað seglum eptir vindi. En um haustið komst hann í minni hluta flt
úr frumvarpi um almennan kosningarrétt og varð að víkja frá völdum.
Windisehgratz fursti varð formaður ráðaneytisins eptir Taafíe og er spáð
að hann sitji ekki jafnlengi að völdum og hann.
Kalnosky greifi, utanríkisráðgjafi i AuBturríki, hitti Umberto konung
og Brin utanríkisráðgjafa hans í Monza 15. nóvember. Heimsókn þessi
var talinn vís vottur um hið góða samkomulag milli ítala og Austurríkis-
manna.
Seint í desember barst flt, að bróðursonur keisarans í Austurríki
hefði slasazt á veiðum. Skömmu seinna kvisaðist, að hann mundi hafa
reynt til að ráða sjálfum sér bana og var færð til þess sú ástæða, að
honum hefði ekki komið saman við konu sína, en keisarinn hefði ekki
viljað með neinu mótu að þau skildu. Purstinn greri sára sinna, en
keisaranum hafði fundizt svo mikið til um atburðinn, að hann gaf sam-
þykki sitt til hjónaskilnaðarins.
Það er annars eptirtektavert, hvernig hver ógæfan af annari hefir
steðjað að Habsborgarættinni nfl í seinni tíð. 1867 var bróðir Franz Jó-
seps keisara, Maximilian, vikið frá völdum i Mexikó og var hann skotinn.
Kona hans tók þetta svo nærri sér að hfln varð vitskert. Fyrir nokkrum
árum dó Rudolph ríkiserfingi voveiflega i höllinni Mayerling; segja sumir
að hann hafi ráðið sér sjálfur bana, en sumir að hann hafi verið myrtur.
Sklrnir 1893 5