Skírnir - 01.01.1893, Side 69
England.
69
Frumvarpinu var tekið með miklum fögnuði af meira hluta þing-
manna. Gladstone hélt langa tölu og merkilega um leið og hann lagði
það fram og lýsti yflr hinum helztu atriðum í því, en þau eru fimm.
Fyrsta atriðið er um hlutfallið milli enska þingsins og þings þess, sem
ætlazt er til að írar fái. Enska þingið á í raun og veru að hafa töglin
og hagldirnar, þvi ef írska þingið fer feti framar en það hefir heimild til,
má umboðBinaður konungs (vicekonge), sem kosinn er til sex ára, skjóta
málinu til ríkisráðsins enska og á það að skera úr þvi, með tilstyrk irsks
dórnara. Annað atriðið er um neitunarvald umboðsmannsins, og er ætl-
azt til að það verði tvennskonar. Sjálfur á umboðsmaðurinn að vera á-
byrgðarlaus, en hann má neita að samþykkja hvert lagafrumvarp, sem
vill, frá irska þinginu, með ráði ráðgjafa sinna og eiga þeir þá að bera
ábyrgðina, en hann á lika að hafa leyfi til að synja frumvörpum um laga-
gildi eptir skipunum frá Englakonungi (drottningu) og á þá enska ráða-
neytið að bera ábyrgðina. Driðja atriðið er um verndun iuinni hlutans á
írlandi, eða lúterstrúarmanna þar, með öðrum orðum. í þessu skyni á að
kjósa sérstaka nefnd. Nefndarmenn á að velja til átta ára og hafa þeir
einir kosningarrétt, sem borga 20 pund sterling, 360 krónur í húsaleigu.
Dessi atkvæði eru gerð til þess að Ulsterbúar, sem flestir eru lúterstrúar
og jafnframt einna efnaðastir sveitamenn á Englandi geti haft tiltölulega
mikil áhrif á, hverjum nefndin er skipuð. Nefnd þessi á að hafa jöfn völd
irska þinginu og samsvarar efri málstofunni á Englandi. í henni sitja
48 menn. Fjórða atriðið er um íra á enska þinginu. Dað er ætlazt til
að þeim verði fækkað frá 103 til 80, og hafa írar þá jafnmarga menn á
þingi og Bretar sjálfir, eptir fólksfjölda. Deir mega ekki greiða atkvæði
um mál þau, sem einungis snerta Bretland, þ. e. England, Skotland og
Wales. Fimta atriðið er um fjárframlagahlutfallið milli Bretlands og ír-
lands. Gladstone ætlast til að írar borgi 4,20% til rikisþarfa og á að
taka fé þetta af tolltekjum fra. Enn má taka fram, að þingmenn íra
eiga að vera 103 að tölu. Dað á að kjósa þá til sex ára eptir sama
kosningarrétti og tíðkast á Englandi. Dómurum má ekki víkja frá völd-
um nema eptir dómi. Stjórnin ein (irska stjórnin) hefir rétt til að leggja
fram fjárlagafrumvarp o. s. frv. Að lokum skoraði Gladstone fastlega á
þingmenn, að samþykkja frumvarpið og bæta þannig ójafnað þann, sem
írum hefði verið sýndur í margar aldir.
Nú var farið að ræða frumvarpið á þinginu og voru úníónistarnir
mjög á móti því, en John Morley og aðrir af helztu fylgismönnum Glad-