Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 72
72
England.
orða kom að kjósa þingnefnd í málið, en það fórst fyrir. Gladstone hafði
verið viðstaddur þegar hneixlið varð, og var auðséð að honum féll það
mjög þungt. E>að er haft eptir honum, að hann vonaði, að jafn alvarleg-
ur atburður og einstakur i sögu hrezka þingsins mundi aldrei koma fyr-
ir optar.
26. ágóst kom svipað hneixli fyrir, þó ekki inni í þingsalnum sjálf-
nm. Þá barði þingmaður einn Mae Neill listamann nokkurn fyrir skop-
mynd, sem hann hafði búið til af honum og látið prenta.
Sama dag' endaði önnur umræða um Home-Rule-lögin og voru þau
samþykt með 34 atkvæða mun.
Þriðja umræða byrjaði 30. ágúst, en 2. september var frumvarpið
samþykt með 301 atkvæði, en 267 voru á móti; var þá mikið um dýrðir
hjá stjórnarsinnum.
Þingbaráttan hafði staðið í hálfon sjöunda mánuð eða síðan 13. fehr.
Þingfundirnir höfðu verið 83; höfðu verið fiuttar 459 tölur með frumvarp-
inu, en 940 á móti því, og er þetla einhver hin mesta þingdeila, sem far-
ið hefir fram í neðri málstofu hjá Bretum. Þingmenn voru þreyttir eptir
Home-Bule-deilurnar og var því þingfundunum í neðri málstofunni frestað
þangað til 2. nóvemher; sagði Gladstonc, að þá mundu verða tekin fyrir
ýms merkismál.
Nú var málið komið til kasta efri deildarinnar, lávarðanna, og tóku
þeir það þegar fyrir.
í efri málstofu Engla sitja alls 576 manns, 26 klerkar og 550 verz-
legir herrar. Af þeim eru 5 konungbornir, 22 hertogar, 22 markíar, 120
jarlar, 26 viskóntar og 308 harónar. Af klerkunum eru tveir erkibiskup-
ar, en hinir 24 biskupar. Flestir þessara höfðingja hafa erft þingsæti
sln, en fáeinir þeirra hafa þó verið herraðir fyrir einhvern sérstakan dugn-
að. Frjálslyndir menn á Englandi hafa lengi amazt við efri málstofunni
einkum Labouchere í hlaði síuu „Truth“, og bar hann jafnvel upp frum-
•
varp um það í neðri málstofunni, að efri málstofan væri numin úr lögum.
Hann sagði að lávarða-málstofan hefði svo öldum skipti barizt á móti öll-
um nýmælum, sem lávarðarnir hefðu ekki sjálfir haft hag af, og væri auk
þess alveg óþörf, því ef frjálslynt ráðaneyti Bæti að völdum væri hún að
eins til meins, en ef apturhaldsstjórn sæti við stýrið þyrfti hún lávarð-
anna alls ekki með. Frjálslyndir menn gerðu flestir góðan róm að
máli hans.
Spencer lávarður mælti mjög fram með Home-Bule-frumvarpinu í efri