Skírnir - 01.01.1893, Síða 78
78
England.
kaffara, sem Englendingar áttu í mestum erjum við 1878. Matabelar voru
byssulausir, en Englendingar voru aptur vopnaðir ágætisbyssum. Aptur
vðru Matabelar miklu liðfleiri. Eptir því sem næst verður komizt höfðu
Englendingar upptökin og brutust þeir inn í land þeirra Matabela til að
leita þar að gulli, því fræðimönnum heflr komið saman um, að hér væri
að leita Ófírs, sem getið er um í Biblíunni og Salðmon konungur Eafði
gull sitt frá. Auk þess höfðu gullnámar fundizt í landinu, nýlega. Upp-
hafsmaður árásarinnar var Cecil Rhodes ráðaneytisforseti í Cap-nýlendunni
og formaður fyrir „The Chartered Company“, ensku verzlunar- og nýlendu-
félagi í suðurhluta Suðurálfu. Hann kvað vera misendismaður hinn mesti
og ekki láta sér allt fyrir brjðsti brenna þegar fjárvon er í aðra hönd.
Lobengula konungur þeirra Matabela tðk að vísu á móti Englendingum
með mestu hreysti, en það kom fyrir ekki og féllu menn hans unnvörpum,
en hinir lögðu á flðtta og hörfuðu norður fyrir Zambesefljðt. Blóðsúthell-
ingar þessar mæltust mjög illa fyrir á Englandi og var í ráði að taka af
„The Chartered Company11 einkaleyfl það, sem það hafði til að reka verzl-
un í snðurhluta Suðurálfu, en líklega heflr ebkert orðið úr því.
Enn lenti Englendingum saman við Ashantíbúa i Suðurálfu, en litlar
sagnir fara af viðureign þeirra.
Eins og kunnugt er, er það mest að þakka Indlandi og auðæfum þeim,
sem þaðan berast, að Englendingar eru eins voldug þjðð ogþeireru; ligg-
ur þeim því lifið á, að vera einir um hituna á Indlandi og varna öðrum
þjóðum að ná þar nokkurri fðtfestu, en þetta er hægara ort en gert, því
nú orðið liggur Indland eins og á milli steins og sleggju, Frakka að sunn-
an og austan, eu Rússa að norðan og vestan. Fyrir nokkrum árum settu
Englendingar af furstann í Afghanistan, Jakub Khan, af því hann hallað-
ist að Rússum, en settu Abdurrhaman emír í hans stað, þvi hann var hlið-
hollur þeim. Um leið skuldbundu þeir sig til að sjá svo um, að enginn
tæki land frá Afghönum að óvilja þeirra og að leggja þeim svo og svo
mikið fé á ári hverju. Seint í ágústmánuði var sagt, að Rússar væru að
búa sig til, að leggja undir sig Herat, sem er hluti af Afghanistan og ef
til vildi Kabul og Kandahar. í byrjuninni vildu Englendingar ekki snú-
ast gegn Rússum og var þeim virt það til vansa og óforsjálni, þvi auð-
vitað er, að Rússar eiga hægra með að skipta sér af stjðrnmálum á Ind-
landi ef þeir ná fótfestu í Herat, en seinna sendu þeir þó menn frá Ind-
landi til Kabul á fund Abdurrhamans og skyldu þeir brýna fyrir honum
að halda tryggri vináttu við Englendinga. Abdurrhaman emír tók þessu