Skírnir - 01.01.1893, Qupperneq 87
Belgía.
87
mál göfugra, en franskan hefir þó ávallt verið rétthærri. Nó hafa Plæm-
ingjar krafizt þess, að inóðurmál sitt, flæmskan, fengi jafnan rétt frönsk-
unni á þingi Belgja og er spáð að talsverðar róstur muni verða, áður en
þvi geti orðið framgengt.
Verkmenn í námum héldu fund mikinn í Brttssel i maí og komu þang-
að fulltrúar fyrir meir en miljón námamenn. Fundurinn samþykkti i einu
hljóði, að konur skyldu ekki mega vinna í námum, og að vinnutíminn í
námunum skyldi að eins vera átta klukkustundir á sólarhring. Fáeinir
af fundarmönnum voru þó á móti þessum seinni ákvæðum.
Schweiz. Þaðan er það eitt að segja, að jafningjar héldu fund með
sér í Zttrich um mitt sumarið. Lögleysingjar vildu fá að taka þátt í
fundinum, en voru bolaðir á burt, og hurfu þeir frá í fússi. Fundurinn
fór skaplega og skikkanlega fram, en eptir er að vita, hvort það á sér
nokkra framtíð, sem var samþykkt þar. Meðal annars komu fundarmenn
sér saman um, að gera allt sem stæði í þeirra valdi til að koma á átta-
tíma-vinnu, eða haga vinnu allra manna þannig, að enginn þurfi að vinna
lengur en átta klukkustundir á sólarhringnum. Hér um bil 7CO manns
vóru á fundinum úr flestuin löudum i Norðurálfu og Vesturheimi. Næsta
allsherjar jafningjafund á að halda í Lundúnahorg 1894.
Búlgaría er enn á milli steins og sleggju, að því er snertir Búss-
land. Rússneska stjórnin vill helzt, að Búlgarar hreifi sig ekki nema þeir
leiti fyrct samþykkis hjá sér, en Ferdínand fursti og Stambuloff stjórnar-
forseti eru ekki á því og fara sínu fram.
Ferdínand furBti giptist árið sem leið, suður á ítaliu, dóttur hertogans
at Parma, af ætt þeirra Bourbona. Bússnesku stjórninni var mjög illa
við ráðahag þennan og það því fremur, sem Ferdínand fursti fékk leitt
það í lög, að ef hann eignaðist ríkiserfingja, skyldi ala hann upp í grískri
trú (ekki rússnesk-grískri). Stambuloff var í föruneyti furstans til brúðkaups
hans. Þeir komu við i Wieu og áttu tal við keisarann; er ekki annars
getið en allt hafi farið vel fram á milli þeirra. Ýmsir kouungbornir menu
sendu Ferdínandi fursta brúðkaupsgjaflr, þar á meðal Victoría Englands-
drottning; var kurteisi þessi talin vottur um, að Englendingar mundu
fremur styðja Ferdinand fursta og Búlgaríu, ef í hart færi með honum
og Bússum.
Það þykir og góðsviti fyrir Ferdínand fursta og Búlgaríu, að um það