Skírnir - 01.01.1893, Side 91
Canada.
91
naumast ofsögum sagt, þótt, staðhæft sé, að yerzlunarfrelsis-aldan hafi stðr-
um eflzt á síðasta ári. Ýmsir merkir menn úr íhaldsflokknum hafa sagt
síg úr fylgi við flokksbræður sina út úr þessu máli, og er almennt geng-
iC að því vísu, að svo framarlega sem sambandsstjðrnin gerir ekki stðr-
kostlegar breytingar á tolllögunum i verzlunarfrelsisáttina, verði hún að
víkja úr sessi fyrir andstæðingum s'mum við næstu kosningar.
Annað eptirtektavert atriði, sem vert er að miunast á, er sá áhugi,
sem vaknaður er á því að losna við efri málstofur þinganna, þar sem þær
eru til. Efri málstofa þingsins á Prince Edwards Island var afnumin á
síðasta ári. í Nova Scotia stendur yfir hörð deila út af afnámi efri mál-
stofunnar þar; ekki stendur á almenningi, né heldur á stjórninni, heldur
að eins á málstofunni sjálfri; meðlimir hennar eru kjörnir af stjórninni
æfilangt og hafa 800 dollara um árið, og vilja ekki láta svipta sig þeim
hlunnindum, og um alla Canada eru faruar að koma fram kröfur um að
afnema efri málstofu sambandsþingsins, öldungadeildina. Efri málstofurn-
ar þykja yflr höfuð hafa gefizt mjög illa hér í landi, reynzt lakari en
gagnslausar, og svo ýtir sýnilega undir menn hér sú barátta, sem hafin er
á Bretlandi gegn lávarðamálstofunni þar.
Félag eitt hefir fengið afarmikinn viðgang í Canada á síðasta ári,
og sýnir það all-ljóslega, hvílíkar viðsjár eru með kaþólskum mönnum og
prótestöntum í austurfylkjunura. Það kallar sig „Yerndarfélag prótestanta"
(Protestant Protective Assoeiation), og þess aðal markmið virðist vera að
bægja kaþólskum mönnum sem mest frá völdum og jafnvel atvinnu í land-
inu. Það hefir þegar tekið nokkurn þátt í kosningum í Ontariofylki, og
reynzt sigursælt. Margir hinna beztu og frjálslyndustu prótestanta í land-
inu hafa farið mjög hörðum orðum um þennan félagsskap, þar á meðal
fjöldi af beztu prestunum. En það hefir komið fyrir ekki. Félagíð hefir
breiðst út, eins og Iogi rennur yfir akur, og er búizt við, að það muni
miklu ráða við kosningar á næstu árum. Ekki er sjáanlegt, að áhrif-
iu af þeim félagsskap verði önnur en aukin úlfúð meðal landsmanna.
Til allra löggjafaþinga Canada munu á síðasta ári hafa verið sendar
bænarskrár um algert jafnrétti kvenna við karla í kosningamálum. Hver-
vetna hafa þær bæn.irskrár orðið árangurslausar, netna ef til vill að því
leyti, að þær hafa aukið áhugann á málinu, og óhætt mun að fullyrða,
að það muni eiga langt í land. Það er einkum „Bindindisfélag kristinna
kvenna (Women’s Christian Teraperanee Union), afar íjölmennt félag í
Canada og Bandaríkjunum, sem gengst fyrir því máli.