Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 23

Skírnir - 01.01.1898, Page 23
ÁttavísuD. 23 beztu menn eigi að ráða í hverju landi. En reynslan virðiat vera farin að sýna það ljóslega, að það sé síður en svo, að nokkur trygging sé fyrir því, að höfðatölu-fylgið leiði vitrustu og beztu mennina í atjðrnarsæti. Þetta eru nú að vísu engar gleðiríkar hugleiðingar. En eins og and- legum og líkamlegum samgöngum og viðskiftum er nö kornið í heiminum, þá þarf engin þjóð víð þvi að búast að langt líði áður en hún verður á- hrifa vör af hverjum þeim straum tíðarandans, sem allríkur er í samtíð- arheiminum. Er því hollast að þekkja sannleíkann í hverju efni, hvort sem hann er Ijúfur eða leiður, og gefa þvi gaum i tíma öllum einkenni- legum fyrirburðum samtíðarinnar. Árið sem miniiingar-ár. — Það eru ekki styrjaldir einar eða samn- ingar meðal þjóða, stjðrnarathafnir aðrar og fleiri þessieiðis ytri viðburðir, sem mynda söguna. Þar eiga líka þátt í þær andlegu hreyflngar, sem gagntaka hugi manna. Þeim ber því líka að veita eftirtekt, þvi að þær eru eins konar loftþyngdarmælir í lífi þjóðanna, og taka veðurglöggir at- hugamenn mark á þeim til að átta sig á útlitinu. Árið 1898 var hálfrar aldar afmæli merkra hreyfinga og viðburða, og var þessa víða minst. Allir þekkja að einhverju árið 1848. Gamlir menn muna það; ungir menn hafa lesið um það. Það standa bjartir og varmir geislastafir öt frá þessu ártali í sögu mannkynsins. „Það er ávalt morgunn einhverstaðar, og ávalt morgunljóð kveður einhverstaðar árgalinn fyrir upp vaknandi þjóð.“1 Þetta er dagsatt í meira en einum skilningi. En hitt er og víst, að þótt aldrei sé sólaruppkoma eða dagur í bókstaíiegum skilningi um alla jörðina samtímis, þá er Btundum eins og alt í einu brjótist fram sólroð- ans morgunsár í hugum og hjörtum mannanna samtímis um mestallan inn mentaða heim. Aldrei hefir slíkt átt sér stað í sögu mannkynsins jafn-alment og jafn-víðtækt eins og 1848, og því er bjartara yfir þvi, en nokkru öðru ári á öld þeirri, sem nú er út að líða. Þá varð það undur hér í Norðurálfu heimsins, er að engu er ómerkara, en ið forna undur, sem vér höfum heyrt sagnir um að orðið hafi í Babel í árdaga, og því þó að öllu gagnstætt, því að í Babel truflaðist mannkynið svo, að engiun ’) ’Tis always morning somewhere And above the awakening continents From shore to shore Somewhere the hirds are singing Evermore.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.