Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 25

Skírnir - 01.01.1898, Side 25
Árið sem minningar-ár. 25 araland nfi í 30 á,r verið frjálst sjálfstjðrnarríki með fullu jafnrétti við Austnníki. — Mazzini hafði dreymt Italíu frjálst og heilt þjóðríki frá Mnndíafjöllum til Messinasunds, og draumurinn hafði rætst. í mannsald- nr hafði nú þjððkonungur ítala haft’ Rðm fyrir aðsetursstað sinn og höfuð- borg landsins. — “Ættjörðin mikla" („Das grosse Vaterland“), sem Djðð- verjar höfðu snngið um og þá dreymt um 1848, var nú orðin að þýzka keisaradæminu. „Það skulum aldrei efa, | Þðtt örvænt þyki um hríð | Að sigur guð mun gefa | Góðu málefni’ um síð“ kvað faðir minn, í einnm af sálmum sínum1; en sagan syngur oss þennan sama sálm öllum, sem eyru höfum að heyra. Allar þær þjððir, sem urðu að sjá harðstjórnarvaldið kúga frelsis- hreyflngar þeirra 1848, höfðu 1898 fengið kviðdðma, prentfrelsí og þing- bundna stjðrn, alt meir eður minna heppilega sniðið eftir fyrirmyud Breta. Þessi var uppskeran frá 1848 orðin 1898, og því var ekki yfir svo litlu að fagna. — Ég var einu sinni við jarðarför gamals manns; synir hans tveir fylgdu honum til grafar. Annar var hár og grannur, og hafði hann farið í sparitreyju föður síns, sem hafði verið lágvaxinn maður, en mjög þrek- inn; hún var honum alt of stutt, skroldi uppi undir herðablöðum, en jafn- framt alt of víð og gúlpaði öll í bakið. Hinn sonurinn var kaupstaðarbúi og hafði skraddari sniðið föt hans á hann oftir vexti hans, og fðru þau vel. — Bretland er eins og kaupstaðarbúinn; stjðrnarfyrirkomulag þess er sniðið því eftir vexti. Hinar Norðurálfuþjððirnar, sem hafa tekið upp þingbundið stjórnarfyrirkomulug eftir Bretum, þær eru eins og sonurinn, sem gekk í treyjunni, sem var sniðín upp á annan mann, sem öðruvísi var í vexti. Dví er það ekki að kynja, þðtt stakkurinn sé þeim ekki að öllu við hæfi eða fari ekki að öllu sem bezt. Bn þeim verður að lærast með tið og tíma að sníða Btakkinn til, þar til er hann er þeiin við hæfi. Geigur sá, som einvöldunum skaut í brjðst 1848, gaf þeim ekki tðm til að bíða. Og þjððirnar kunnu þá enn ekki þá skraddaralist, að sníða sér stjðrnarskrárstakk eftir vexti; menn urðu þvi að bjargaBt i bráð við gam- alt fat, upphaflega sniðið handa öðrum. Merki þessa sýnir sagan lesendum Skírnis árlega, ef þeir veita því eftirtekt. J) Hann skildi ekki ensku og þekti því ekki orð W. Cullen Bryants; „Truth, crushed to earth, shall rise again“.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.