Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 60

Skírnir - 01.01.1898, Side 60
60 Bretland. að miklu leyti kaopfélagsskapur, en að nokkru leyti verkfélagsskapur (í iðnaði). Það or eftir fyrirmynd inna ensku samorkufélaga að kaupfélegs-eamtöki* bér á landi hafa myndaet. Á aðalfundi samorkufélaga i Lundúnum hélt, Grey lávarður ræðu og skýrði þar frá, að félög þessi borguðu nú árlcga úti hluta-ágéða um 108 milíönir króna, og mundi þess ekki langt að biða að ársupphæð þessi yrði helmingi meiri en nú. í þessu sambandi er vel til fallið að geta um bók eina, sem út kom á árinu um þetta cfni. Hún er eftir Bandaríkjamann, H. D. Lloyd að nafni, sem hefir ferðast um Bretland og írland til að kynna sér samorkufélögin þar; lýsir hún þeim einkar-vel og fróðlega; hún kom út hjá Harper & Bros. (N. Y.) og kostar 5 kr. Titillinner: Labour Co-partnership. Lýsir hann þar því, hversu byrjunin var kaupfélagsskap- ur (verzlun — Bkifti framleiðslunnar); þar næst kom verksmiðju-félags- skapur (iðnaðar-framleiðsla); síðan húsbygginga-félagsskapur og síðast bú- félagsskapur (framleiðsla í akuryrkju og kvikfjárrækt). Detta telur hann eðlilegan gang hreyfingarinnar. Bókin er sögð mætavel rituð, skemtileg og full af fróðleik. — Á norður-landamærum Indlands áttu Bretar í ófriði enn þetta ár alt við þarlenda þjóðflokka. Veitir þeim þar örðugt við að eiga, og það því fremur sem allar óeirðirnar eru sprotnar af brigðmælgi stjórnarinnar, sem hafði heitið að hafa ekki setulið i Cithral, en brá því heiti. Nú hafa orðið yfirböfðingja-skifti á Indlandi, og er nú Ourzon lávarð- ur orðinn þar varakonungur.* — í Canada eru og landstjóra-skifti orðin; er Aberdeen lávarður heim farinn þaðan við almennar vinsældir og bezta orðstir, en jarlinn af Mintó kominn í hans stað. í Canada hefir annars orðið mikil breyting á hlutfalli fiokkanna, Ontario er máttarstoð „frjálslynda" flokksins; á fylk- isþingi þar hafði sá flokkur fyrir vorkosningarnar 69 atkvæða meiri hluta, en að þeim afstöðnum að eins 8 umfram raótstöðuflokkinn. — Það var getið í síðasta Skírni um tilraunir Áatralinga til að koma ölium brezku lýðlendunum í þeirri álfu til að ganga í bandalag og mynda eitt samveldi, líkt og Canada-veldi. Mönnum kom saman um að reyna á ný að fá samþykt frumvarpið um bandalag nýlendnanna. Yar það *) Ensk blöö kalla lafði Curzon vara-drotning Indlands ; hún er annars ltaup- mannsdóttir frá Chicago, alsystir Jos. Leiter’s, sem mest fé grœddi í fyrra á korn- kaupum, en blaö eitt hór á landi vildi endilega fullyrða aö væri gjaldþrota. Hann er nú í Englandi (Maí ’99) og er að stofna þar hlutafélag, sem á að hafa 180 milíóniv hróna að stofnfé, og er hann einn aðal-hluthafinn. Þessa er því getið hér, að blaðið, sem óg vék á, notaði þetta færi til að diötta óáreiðanleik að „höfundiSkírnisfrétta*1.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.