Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 64

Skírnir - 01.01.1898, Síða 64
64 Frakkland. — Austurríki-Ungarn. ritað þau. Hann yar Bettur í varðhald. Hann hreinsaði sig af því máli, en var aftur kærður fyrir að hafa lostið npp leyndarmálum herstjðrnar- innar. Yarhannenn settur í varðhald; ætluðu margir að hann mundimyrt- ur verða í fangelsinu; en hann mælti svo hátt í nllra áheyrn fyrir rétti, er ákveðið var að flytja hann í sama fangolsið sem Henry hafði í setið: „Viti það allur lýður, að finnist ég váveiflega dauður í fangelsi, þá er ég myrtur maður, því að ég ætla ekki að ráða mér bana“. Þarna sat Picquart við árslok, en þð nokkrar horfur á, að ðnýtingardðmurinn kynni að losa hann þaðan, eða bjðða að mál hans kæmi fyrir kviðdóminn. Zurlinden, sem áður var talinn hlyntur nýrri rannsðkn í máli Dryfus, snérist þegar er hann var orðinn hermálaráðgjafi og neitaði að láta ðnýt- ingarréttinn fjalla um málið; en fyrirrennari hans hafði sett nefud manna til að gera tillögur til ráðaneytisins um málið, og er hún lagði til að málinu yrði vísað til ðnýtingardðmBÍns, fðr Zurlinden frá völdum; Brisson var nfl forsætisráðherra og afréð ráðaneytið að leggja málið fyrir ðnýt- ingardðm. Hermálaráðgjafi hans sagði af sér á þingfundi, og þingið gerðist mðtdrægt Brisson, svo að hann fðr frá völdum, en Dupuy mynd- aði nfl ráðaneyti, og tðk gamla Freycinet fyrir hermálaráðgjafa. Hefir ráðaneyti þetta fylgt fram endurskoðnn Dreyfus-málsins; en þó oft með hálfum hug eða hangandi hendi. Bn í árBlok var þð svo langt komið, að ðnýtingardðmurinn var að prðfa málið og hafði eftir áskorun hans Dreyfns verið látinn vita, hvar þá var komið. Yarð honum það mikil hug- hægð, er hann var áður mjög aðfram kominn af hugraunum og farinn að kenna vanheilsu. — Dóms í málinu er væntst með vorinu. Austurríki-Ungarn. — Ekki varð enn af samkomulagi um end- urnýjun samninga milli Austurríkis og Ungaralands fremur en áður, og fór enn svo, að í árslok varð að taka til sama ráðs sem árið áður, gefa flt bráöabirgðalög. Hörraungarfregn var það, er Elizabet, drotning Jðsefs Austurríkis- keisara og Ungverjakonungs, var myrt í Genf (í Svisslandi) af ítölskum stjðrnleysingja í Septembermánuði. Var þetta því raunalegra sem Elizabet var in ágætasta kona, og henni mjög þakkað, að Jósef keisari afsalaði sér einveldi í Austurríki og Ungverjalandi og gaf Ungverjum aftur forn réttindi og jafnvel fyllra frelsi en þeir höfðu nokkru sinni áður haft; enda mátti segja að Ungverjar unnu henni hugáBtum. Hfln var afbragðslega vel gáfuö kona og vel mentuö og andrik.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.