Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1905, Síða 8

Skírnir - 01.01.1905, Síða 8
8 Þurkur. reykháfinn, ef í hann var lagt. Hann hafði ekki verið hreinsaður siðan einhvem tíma um veturinn, og við nent- nm ekki að fara að standa í því um hásumarið. Við reyndum að flytja hugann eitthvað út úr búðinni, út til þjóðarhmar. Svo gerðum við hver við annan at- hugasemdir af skarpskygni mikilli um það, að bændur fengju góða rekju á túnin sín og að það væri slæmt, ef hann færi nú að leggjast í óþurka einmitt með sláttar- byrjuninni. Svo höfðum við ekki fleira um það mál að tala, en tókum þetta frarn oft á dag og dag eftir dag. Við vorum í stuttu máli í daufu skapi og höfðum alt á hornum okkar. Þangað til þurkurinn kom. Einn morguninn um daginál fór að koma kvik á þok- una. Fyrst kom á hana svo, sem lófastórt gat í austri og bak við var fagurblár blettur. Svo kom annað gatið og í því sást sólin. Við vissum, hvað þetta er kallað. Og svo sögðum við hver við anuan: »Þetta er ekki annað en dagmálaglenna«. En það var meira en dagmálaglenna. Þokan fór að þynnast og þyrlast út eftir fjallgarðinum andspænis okkur. Svo haugaðist liún saman í djúpu skarði langt út frá eins og nýtáin, hvít ull. Fjöllin stóðu uppi yflr beggja vegna við skarðið, fagurblá og hlakkandi og virtu þokuna varla viðlits. Og uppi yflr okkur var ekkert annað en blámi, sólskin og heiðríkja — þegar við stungum höfðunum út um búðardyrnar. Hinumegin við fjörðinn var fólkið frá .okkur að sjá eins og örlitlar vörður — nema hvað þessar vörður voru nú allar á iði. Þær færðu sig liver á eftir annarri um túnin í halarófu. Mér fanst eg finna töðulyktina. En það gat ekki verið neitt annað en hugarburður. Og mér fanst eg líka heyra hláturinn í stúlkunum. Einkum einni þeirra, sem voru hinumegin við fjörðinn. Eg hefði mikið viljað til þess vinna, að vera kominn yfir uin og farinn að snúa heyi með henni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.