Skírnir - 01.01.1905, Síða 9
Þurkur.
£
Eg ætla ekki að fara lengra út í þá sálma. Eg ætla
ekki að segja neina ástarsögu. Að minsta kosti ekki í
venjulegum skilningi.
Þurkurinn hélzt. Við skiftumst á, búðarmennirnir. að
vera úti öllum stundum og »teyga himinsins sólfagran.
brunn«. Þriðja þurkdaginn síðdegis vatt eg mér inn til
læknisins í gönguferð minni. Eg var hálfþreyttur af göng-
unni og iðjuleysinu og hugði gott til að setjast í dúnmjúkan
legubekkinn og hlusta á lækninn tala.
»Vindil?« sagði læknirinn.
»Já, vindil«, sagði eg. »1 dag hefi eg ekki reykt
nema sex vindla«.
»Bjór eða whisky og vatn?« sagði læknirinn.
»Ofurlitla ögn af whisky«, sagði eg.
Eg kveikti í vindlinum, bar eldendann upp að vitun-
um og lét reykjareiminn leggja upp í nefið, stakk vindlin-
um upp í mig, saug hann nokkuð fast og lét reykinn fara
út um nefið. Svo andvarpaði eg af ánægju. Vindillinn
var ágætur.
Svo fórum við að drekka whiskyblönduna í hægðuni
okkar. Eg hallaði mér upp að hausnum á legubekknung
teygði úr fótunum, fann að mér leið ágætlega og sendi
hugann allra snöggvast yfir um fjörðinn, þangað sem hann
vildi helzt vera.
Læknirinn lék á alls oddi. Hann talaði um Japana
og Rússa, nýjustu geisla, sem fundist hefðu, og nýjustu
kenriingar um það, hvernig mönnum finnist að deyja.
Mér lætur betur en nokkuð annað að hlusta á aðra
menn. Mér dettur aldrei neitt i hug sjálfum, sem mér
finst þess vert, að það sé geft að umræðuefni. En mér
liggur við að segja, að eg kunni að hlusta af hreinni
snild. Eg kann að þegja með athyglisvip. Og svo get
eg við og við skotið inn örstuttum athugasemdum, ekki
til þess að koma að neinni skoðun eða neinni þekking frá
sjálfum mér — eg hefi ekkert aflögum af því tægi -
heldur eingöngu til að teygja þann, sem er að tala, inn á