Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 11

Skírnir - 01.01.1905, Page 11
Þurkur. 11 kynlega gljáandi og döpur þó. Eg sá ekki betur en óstyrkr ur væri á totunum á honum. »Er hann að drekka sig fullan, karlskrattinn, í brak- andi þurkinum um hátúnasláttinn?« sagði eg í huganutHí. Læknirinn kóm honum auðsjáanlega ekki fyrircsig. »Sælir verið þéry maður minn. Hvað er yður á liönd- um?«, sagði liann. »Eg ætlaði bara að fá þessar fjórar krónur«, ságði Þórður. »Hvaða fjórar krónur?« sagði læknirinn. Þórður brýndi röddina. »Þessai' fjórar krónur, sem eg á hjá yður«. Það leyndi sér ekki lengur, að honum veitti örðugt að standa. Eg gerði þá athugasemd við sjálfan mig, að ólukki hefði karlinn drukkið sig svinfullan. Mig furðaði á því; eg hafði aldrei heyrt þess getið. að hann væri neitt drykk- feldur. Hann átti heima þarna uppi í hlíðinni skamt fyrir ofan kaupstaðinn. Og eg fór að hugsa um, hvar hann hefði fengið þettá brennivín. Ekki hafði hánn fengið það í búðinni hjá okkur. »Hvað lieitið þér?« sagði læknirinn. »Heiti eg? Vitið þér ekki, hvað eg heiti? Þekkið þér mig ekki? Þórður. Þórður í Króki. Eg vil helzt f.á peningana strax«. »Já, það er alveg satt þér eruð Þórður í Króki<<, sagði læknirinn; »Og þér eruð kominn á fætur? Eh heyrið þér, maður góður, þér eigið ekkert hjá mér, Eg á ofurlítið hjá yður. En það gerir nú ekkert til«. »Það er mér alveg sama. Eg vil helzt tá peningana. strax«, sagði Þórður. »Má eg allra-snöggvast taka í höndina á yðar?« sagði læknirinn. Þórður rétti hoílum höndina. En mér sýndist eins ög. hann vissi ekki af því. Hann horfði út í loftið, eins og hann væri að hugsa um alt annað-—eða öllu heldur eins og engar hugsanir væru til í höfðinu á honum. Eg sá, að læknirinn þreifaði upp eftir úlnliðnum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.