Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 12

Skírnir - 01.01.1905, Side 12
12 Þurkur. »Þér eruð veikur, maöur«, sagði hann. »Veikur? Já, víst er eg veikur.— A eg þá að borga yðar þessar fjórar krónur? Eg á þær ekki til núna«. »Það gerir ekkert til um krónurnar, maður. Hvers vegna hafið þér farið á fætur svona? Munið þér ekki, að eg sagði yður að liggja, þegar eg kom til yðar um daginn?« »Liggja? Hvernig í andskotanum á eg að liggja? Segið þér mér það!« »Þér megið ekki fara á fætur, þegar þér eruð dauð- veikur. Þér eruð meira að segja með óráði«. »Bölvaður asni ertu. Veiztu ekki, að það er þurkur?« »Jú, eg veit, það er þurkur«, sagði læknirinn. Honum var auðsjáanlega ekki ljóst, hvað það kom málinu við. »Fáið þér yður sæti. Svo tölum við um þurkinn«. »Sæti? Nei. Hver ætti þá að sjá um þurkinn á töðunni? Eg var búinn að losa ofurlítið, áður en eg lagðist. Hvers vegna segið þér, að eg hafi ekki verið búinn að því? Og krakkarnir hafa verið að hjakka dálítið. Hver á þá að sjá um þurkinn á því. Ekki getur hún Guðrun mín það. Hún getur ekki gert alt. Krakkarnir? Haldið þér, að þau hafi vit á töðuþurk? Hver á að gera það? Ætlið þér að gera það?« »Yður legst eitthvað til«, sagði læknirinn vandræða- legur. »Legst eitthvað til? Mér hefir aldrei lagst neitt til«. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eg vissi, að hann sagði alveg satt; honum hafði aldrei lagst neitt til. Mig sundlaði af að horfa ofan í hyldýpi örvænting- arinnar. Og mér fanst snöggvast eins og mér kæmi meira við sannleikurinn í þessu óráðshjali en öll vizka ver-ald- arinnar. »Fæ eg þá þessar fjórar krónur, sem eg á hjá yður?« sagði Þórður svo. Hann skalt' á beinunum og tennurnar glömruðu saman. Læknirinn tók fjórar krónur úr buddunni sinni og fekk honum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.