Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 13

Skírnir - 01.01.1905, Page 13
Þurkur, 13 Þórður [lagði þær á borðið og skjögraði frara að dyrunum. »Þér skiljið eftir krónumar yðar, maður«, sagði læknirinn. »Eg á þær ekki til núna«, sagði Þórður, leit ekki við, en hélt áfram að staulast út. «Eg skai borga þær, þegar eg get«. »Er ekki autt rúm uppi á búðarloftinu hjá ykkur?« sagði læknirinn við mig. »Jú«, sagði eg. »Við fylgjum yður ofan í búð, Þórður«. »Fylgja mér? Nei, fari það bölvað. Eg fer út í heyið« Við fórum út með honum og horfðum á eftir honum frá húsinu. Þegar hann var kominn spölkorn, stakst hann á höfuðið. Svo komum við honum ofan í búðina og upp á loftið. Fáeinum dögum síðar hefði hann getið um það borið, ef nokkur hefði náð tali af honum, hvort þær séu réttar eða rangar, nýjustu kenningarnar um það, hvernig mönnum finnist að deyja. En hver sér nú um þurkinn á heyinu heima hjá honum? Einab Hjöelbifsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.