Skírnir - 01.01.1905, Side 14
Heimavistarskólar.
Heimavistarskólar t'yrir börn í sveitum eru komnir á
dagskrá hjá oss. Uti um sveitirnar er á stöku stað farið
að safna fé til þess að koma slíkurn skólum á fót. Á
Heydalsá í Steingrímsfirði hefir verið heimavistarskóli fyrir
börn og unglinga síðan 1. febr. 1897. Hann hefir haft 22
nemendur í serm, er þeir voru flestir; hafa þeir verið
10—22 ára að aldri. Skólinn heflr átt við þröngan kost
að búa; honum heflr verið veitt lítil athygli og enn minni
stýrkur af landsfé, því hann hefir ekki að öllu verið
skapaður í mynd og líkingu þeirra skóla sem þaðan hafa
átt styrks að vænta. Er það frábærri elju og ósérplægni
kennarans þar, Sigurgeirs Ásgeirssonar, að þakka, að skólinn
stendur enn i dag.
I blöðum og tímaritum hefir lítið verið minst á heima-
vistarskóla, en þá helzt með ugg og kvíða. Gætnir menn
og fjárglöggir lirista höfuðin, er þeir hugsa um kostnaðinn
við slíka skóla, en enginn þeirra hefir, svo eg viti, birt á
prenti áætlanir um kostnaðinn, ef til vill af því að þeir
hafa engar gjört. En allur höfuðhristingur er óhollur fyrir
menn og málefni, því að mönnum eru ekki liöfuðin gefln
til þess að hrista þau út í bláinn, heldur til þess að hugsa
með þeim, hugsa upp snjöll ráð til hollra framkvæmda
fyrir land og lýð. Og hér þarf umhugsunar við, því heima-
vistarskólar fyrir börn í sveitum eru nýung, eigi aðeins
hjá oss, heldur og hjá öðrurn þjóðum. Fyrstu heimavistar-
skólarnir sem vér setjum á stofn verða því að miklu leyti
nýjar tilraunir, og þessar tilraunir verðum vér að byggja
á svo glöggum skilningi á markmiði og meðölum, sem