Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 16
Heimavistarskólar.
1«
sýnn. Stjórn skólans og umsjón með börnunum yrði erfið-
ari og vandasamari, sýkingarhætta meiri, ef upp kæmi
næmur sjúkdómur, auk þess sem aðsókn að ukólanum og
samband heimilanna við hann yrði erflðara og áhugi t'or-
eldranna því ef til vill daufari, ef hann væri fyrir mjög
stórt svæði. Sökum þess hve skólar þessir verða dýrir,
er ekki tiltök að foreldrar geti alment haldið öll börn sín
10—14 ára að aldri allan veturinn á slíkum skóla. Reglan
yrði því sú, að á hverjum skóla væri í senn aðeins helm-
ingur þeirra barna sem aðsókn ættu að skólanum. Yrði
þá hvor deild 3—4 mánuði. Víðast mundi hentugast, að
eldri deildin, 12—14 ára, væri fyrri part vetrar, því þá
mega þau börnin sem helzt eru til gagns á heimilunum
helzt vera að lieiman, áður en vertíð byrjar osfrv. Yngri
börnin, 10—12 ára, yrðu þá á skólanum seinni part vetrar,
og ættu þau að'geta verrð að heiman all langt fvam á vor
.Sumstaðar gætu skólar byrjað 1. okt. og staðið til maí
loka, annarstaðar muridi erfitt að byrja fyrr en líður á
október. I því efni yrði að fara nokkuð eftir hag hvers
skólasvæðis.
Eg held því að réttast væri að miða stærð skólanna
við tölu þeirra barna sem einn góður kennari gæti haft
til kenslu og umsjónar í senn, og séu 2 ársdeildir samtímis,
á skólanum. Það hefir sína kosti, að einn maður beri alla
ábyrgð á skólastarfinu og megi sjálfum sér þakka, eða um
kenna, hvernig það gengur. Með því móti verður og mest
eining og samræmi í skólalífinu og samlíf kennara og
nemenda nánast. En varla þarf að taka það fram, að ekki
má trúa öðrum fyrir slíkum skóla en þeim sem reyndur
er sem góður kennari og samvizkusamur maður. Sé nú
ráð fyrir þessu gjört, hygg eg að vel megi vera á skól-
anum í senn allt að 40 börn. Ef til vill þykir einhverjum
þetta há tala fyrir einn mann að kenna, og að kenslan
geti ekki orðið góð með þessu lagi. En sumstaðar erlendis
verða kennarar að hafa alt að því helmingi fleiri, og á
stöku stað meir en helmingi fleiri, börn til kenslu sam-
tímis í sömu kenslu-stofunni, og það 4—7 ársdeildir, en