Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 25

Skírnir - 01.01.1905, Page 25
TJm heimavistarskólahús handa hörnum. 25 þýðu manna nákvæmar leiðbeiningar um tilhögun og gerð á skólahúsum, smáum og stórum, og hefi í því skyni kynt mér uppdrætti og lýsingar á skólahúsum eins og þau tíðkast í öðrum löndum. Nú hefir ritstjóri Skírnis farið þess á leit við mig, að eg í svipinn segði í stuttu máli álit mitt á því, hvernig heimavistarskóli í sveit handa 40 börnum eigi að vera hýstur, til þess að hann fullnægi nútíðarkröfum heilsu- fræðinnar. Eg liefi ekki viljað skorast undan þessu, en vegna rúmleysis í ritinu verður tilsögn mín að þessu sinni stutt og ónóg — aðeins til þess að vekja athygli almenn- ings á málefninu. Skólastœðið. Ofnar verða að vera í öllum skólahúsum, en kol eru of dýr til sveita, tað og hrís líka, m ó r einasta eldsneyti, sem um getur verið að ræða, enda eru nú til ofnar af alls konar gerð, lika skólastofu- ofnar, sem eru ætlaðir mó. Sveitamenn verða þvi að velja skólum sínum stað þar, sem gott mótak er í nánd, ef þess er nokkur kostur. Gott vatnsból verður að vera í nánd við húsið, lind eða vel gerður brunnur. Hússtæðið verður að vera vel þurt og helzt í líðandi halla, til þess að af- rensli geti orðið í lagi. Réttast mun vera hér á landi að iáta glugga á skólastofum vita móti suðri. Herbergjaþörf í skólahúsinu þarf að vera: 1) Forstofa; í heimavistar- 2) kenslustofa handa 40 börnum; 3) tveir skóla handa stórir svefnskálar, annar handa 18 pilt- 40 börmim. um, hinn handa 18 stúlkum; 4) tvö lítil svefnherbergi (sjúkraherbergi), handa 2 piltum og 2 stúlkum; 5) tvö smá-herbergi handa þeim, sem líta eftir börnunum á nóttum*); 6) borðstoía handa 40 börn- um; 7) eldhús; 8)búr: 9)þvottahús; 10) baðhús; 11) 2 *) fiitstjúrinn ætlast, til að börnin sjálf vinni að öllum heimaverk- um, og þurfi því ekki annað fólk en bústýru og eina stúlku; þeim ætla. eg þessi herbergi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.