Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 26

Skírnir - 01.01.1905, Page 26
26 Um heimavistarskólahús handa börmim. salerni, annað handa drengjum, hitt lianda stúlkum. Hér við hætist ibúð skólakennara: þrjár stofur, eldhús og litið vinnukonuherbergi. Stœrð og lög- Forstot'a eða gangur verður að vera svo un herberg- stór, að börnin geti haft' þar ytirhafnir janna. sinar, höfuðföt og tréskó —'þáu eiga að hafa tréskó utanyfir íslenzku skónum þegar þau t'ara út í bleytu, ekki vaða um húsið með foruga fætur —. Bezt er að forstofan sé svo stór, að börnin rúmist öll vel í henni milli kenslustunda, þegar þeim verð- ur ekki hleypt út vegna illviðris. En þá þarf hún að vera 200 ferfet eða þar yfir. Skólastofur eru í öðrmn löndum heimtaðar svo stórar í öllum nýjum skólum, að 100—160 rúmfet (kúbík- fet) komi ó hvert þarn, en þá er gert ráð fyrir, að börnin séu ekki í s.o.'uifni nenía 4—6 stundir á dag. I heima- vistarskólum hér verður sjálfsagt að sætta sig við að börnin séu líka i skólastofunni síðari hluta dags, í undirbúnings- tímum. Þess vegna má að minsta kosti alls ekki fara niður úr 100 rúmfetum á barn. I barnaskólanum í Reykja- vík koma um 105—140 rúmfet á barn, og þó er loftið orðið mjög óhreint eftir 8 stunda notkun, þrátt fyrir góða loftræsting. Gólffiötur i skólastofu á að vera það stór, að 9—12 ferfet (kvadratfet) komi á hvert barn. Stot'an má ekki vera lengri en 00 fet, til þess að öll börnin heyri vel til kennarans og ekki breiðari (frá gluggum þvers um) en 20 fet vegna birtunnar, ekki lægri undir lot't en nemi 10 fetum og ekki hærri en 14 t'et. Gluggar -— á lang- vegg — svo stórir, að fermál allra rúðnanna sé x/5 af gólffletinum. Svefnherbergi barnanna verða að vera miklu stierri en skólastofan. 1 skólastofunni eru börnin ekki lengur i einu en eina stund; þar má opna hurðir og glugga milli stunda; í svefnherbergjunum eru börnin 8—9 stundir samfleytt fyrir lokuðum dyrum og gluggum. I öðrum löndum er heimtað, að hverju barni sé ætluð 520

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.