Skírnir - 01.01.1905, Page 34
34
Um heimavistarskólahús handa börnum.
hafa liðið, hve afarmiklu húsakynnin ráða um heilsufar
manna. Aðrir horfa beint af augum, benda á níræðar
manneskjur, sem alla æfi hafa lifað í illum húsakvnnum,
og halda að þau komi ekki heilsunni við. Læknirinn litur
í allar áttir; hann veit — og það vita allir — að margur
sjómaður verður ellidauður, en samt veldur sjórinn lífláti
fjölda manns á öllum aldri; eins veit hann vel, að menn
geta orðið háaldraðir í vondum hibýlum, en samt skerða
þau að staðaldri heilsu manna og stytta mönnum aldur.
Og börnin verða verst úti; þau þola verst híbýlaskortirm.
I þröngum og dimrnum, köldum og rökum híbýlum eiga
næmir sjúkdómar vísan gistingarstað þegar þeir fara um;
þar ber barnaveikin oftast að dyrum, þar sezt taugaveikin
oftast að, þaðan fer berklaveikin með hvern af öðrurn í
gröfina. Vel hýst heimili vefða miklu vægara úti. Eg
liefi margoft séð barnaheimili skifta um heilsu, er þau hafa
skift urn bústað, börnin sífelt lasin í þrengslunum, sjaldan
misdægurt eftir að þau voru komin í holl og rúmgóð
húsakynni.
Þetta er mín reynsla; þetta er reynsla allra lækna.
Foreldrar verða að vera örugg um að skólavistin
spilli ekki heilsu barnanna. Meðan barnaskóli Reykvík-
inga var i gamla húsinu (Pósthúsinu sem nú er) urðu
mörg börn að liætta við námið á hverjum vetri — þoldu
ekki skólasetuna. Og heimavistarskólar eru rniklu viðsjár-
verðari en heimangönguskólar, af því að börnin hafa þar
meiri kyrsetur. Það bætir stórum úr brestum skólahúss,
ef börnin eiga langt heim, verða að vera lengi úti á eftir
kenslustundum. Þess vegna er sagt gott heisufar i mörg-
urn skólakytrum i sjávarsveitum.
Mentun barna er mikils verð, en meira er þó vert
um heilsu þeirra. Ef heimilin eru óholl — og það eru
þau víða — þeim mun meiri ástæða er til að börnin —
hin unga upprennandi kynslóð — venjist í heimavistar-
skólum á holt heimilislíf. Mundi ekki jafnþarft að kenna
börnum að gæta heilsu sinnar eins og að kenna þeim