Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 38

Skírnir - 01.01.1905, Page 38
Færeýjar. í sundunum dunar og svellur unn og sogast og béljár um flúðir og grunn; en liðsmönnum öllum er leiðin kunn og lipurt er þrætt fram hjá skerjum og bárum. Það herfang, sem sótt er til hafsins, er dýrt — en haglegt er skipið og vel er því ötýrt, og sjómannsins andlit er hraustlegt og hýrt og hvatlega, er gripið á seglum og árum. Um sund þéssi fyrrum lá feðranna leið, þá frjálsleg úr höfunum rann þeirra skeið og segl þeirra ljómuðu svellandi breið og sæmdarvonirnar styrktust og glæddust. Og ef til vill horfðu þeir hér á strönd þá hitamagn guðanna læstist um önd, þá stjórnvölinn knúði hin kröftuga hönd og — konungaljóðin í hug þeirra fæddust. Þá bárust með farmönnum frændsemisorð og fræði og ljóð tengdu storð við storð, og fóstbræður lögðu fram borði við borð og börðust til vinnings gegn annara ströndum. Við stöndum nú skildari’ og skiftari’ í dag, nú skynjum við lítið um hvor annars hag og fátítt og gleymt er vort fóstbræðralag og fátt, sem vér vinnum með tengdum höndum. Og er þó ei sama í æðum vort blóð —? Þið ei haflð vilst út af feðranna slóð og harpa’ ykkar svellur af svipuðum óð með svipuðum hreim og á fyrri dögum. Já, þið haflð arfhlutann einnig geymt, og ætternið hefir um brjóst ykkar streymt, og fram með sundunum æ heflr eimt af æflntýrum og þjóðlegum bögum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.