Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 42

Skírnir - 01.01.1905, Side 42
42 Niels R. Finsen. Finsen íslenzkan arf. Hann var danskur í móðurætt, og er mér ekki kunnugt um afburðamenn í henni. Þegar Niels Finsen var settur til náms, gekk hann fyrst í latínuskóla í Danmörku, en síðan í latinuskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr honum 1882. Læknisfræðis- próf tók hann við háskólann í Kaupmannahöfn sumarið 1890. Hann þótti enginn afburðamaður til náms, fékk 2. einkunn við bæði þessi próf, og íærði ekki íslenzku svo að hann gæti talað hana lýtalaust, en greip samt jafnaðar- lega til hennar, þegar hann talaði við skólabræður sína í Kaupmannahöfn. Hann vakti þegar á stúdentaárum sínum athygli á sér fyrir það, hve einkennilega natinn hann var við ýmislegt verklegt, t. d. líkskurð, og gjörhugull. Þegar hann hafði lokið námi sínu, gerðist hann aðstoðarmaður hjá háskóla- kennaranum í líffærafræði og hélt þeirri stöðu í 3 ár. Um þetta leyti (1892) giftist hann Ingeborg Balslev, dóttur Balslevs biskups í Rípum; margir hér á landi munu kannast við nafn hans, því hann var höfundur að barnalærdóms- kveri og biblíusögum, sem hefur verið þýtt á íslenzku. A þeim árum byrjaði hann rannsóknir sínar á áhrifum sólarljóssins á mannlegan líkama, og þessum rannsóknum hélt hann jafnan áfram, meðan líf og heilsa entist. I fyrstu gerði hann tilraunir með áhrif þess á heilbrigða með einkar einföldum en viturlegum tilraunum, og þá hugkvæmdist honum, að úr þvi heilbrigðir verða sólbrendir vegna áhrifa sólargeislanna á skinnið, þá mundi ekki síður gæta þess- ara skaðlegu áhrifa á sjúkdóma sem samfara eru hörunds- veiki. Honum hugkvæmdist, að unt væri að draga mikið úr krafti bólusóttarinnar, ef menn birgðu úti þá geisla alla úr sólarljósinu, sem mest áhrif hafa á skinnið. Sólarljósið er sambland af margvíslega litum geislum, ■öllum þeim, sem vér sjáum í regnboganum. En geislun- um mismunar að fleiru en litunum einum. Rauðu geisl- arnir eru heitastir, en fjólubláu geislarnir hafa mest áhrif á skinnið og eru megnugastir til þess að valda efnabreyt- ingum. Finsen réði læknunum til þess að bægja þessum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.