Skírnir - 01.01.1905, Síða 44
44
Niels R. Finsen.
»ljósstofnun« i Kaupmannahöfn 1896 og veitti Finsen
lienni forstöðu. Þar skyldi bæði stunda ljóslækningar
verklega og einnig gera vísindalegar rannsóknir í öllum
þeim efnum, er snerta áhrif ljóssins.
I fyrstu notaði Finsen sólarljósið við lúpuslækningar
sínar, en til þess að kraftur þess yrði nægur, varð hann
að safna því með tvíkúptu gleri, brennigleri, en jafnframt
búa svo um, að hitageislarnir kæmust ekki í gegn, því að
annars mundi ljósið hafa valdið bruna. Hann breytti á
ýmsan hátt til um aðferðina, eftir því sem reynsla fekkst
betri, og nú er eingöngu notað rafmagnsljós í þessu skyni,
og eru menn þá ekki háðir þoku og skýjum, og fer vel
á því í Kaupmannahöfn, því að margir eru þar sólarlitlir
dagar á ári hverju. En þótt breytt hafi verið til um smá-
atriði í aðferðinni, þá er grundvallarundirstaðan jafnan
hin sama: Veikin er læknuð með því að safna saman
kemiskum geislum úr ljósi, og til þess að þeir komist sem
bezt inn í holdið, er blóðinu þrýst á burt meðan
Ijósið skin á. Þess vegna heíir ekki tekist að þessu að
lækna berkla í beinum, liðamótum og lungum. Ljósið
kemst ekki nægilega langt inn, af því að þar er ekki unt
að þrýsta blc ðinu burt.
En lúpuslækningin heíir gengið ágætlega. Meira en þús-
und manna liaia fengið lækningu; fullkomna lækningu ef
þeir hafa komið snemma; örin sjást óglögt eða alls ekki.
og ber þessi aðferð langt af öllum eldri aðferðum. En
lækningin tekur langan tima og er þess vegna ekki ódýr.
Fregnin um þessa uppgötvun barst brátt út um allan
heim og sjúklingar með lúpus þyrptust til Hafnar til þess
að leita sér lækningar hjá Finsen, en þegar frá leið tóku
aðrar þjóðir þessa aðferð upp, og í flestum mentuðum
löndum hafa nú verið settar á stofn ljóslækningastofnanir,
og er sagt, að dætur Kristjáns konungs 9. hafi hvervetna
gengist fyrir því þar sem þær eiga heima.
Báðar þessar uppgötvanir Finsens, sem nefndar hafa.
verið, styðjast við þá reynslu, að sólarljósið hcfur oft
skaðleg áhrif á skinn manns og á bakteríur. En það hafa