Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 49

Skírnir - 01.01.1905, Page 49
Likbrensla. 49 voru tvö gömul leiði. Svo var sagt, að tveir óbótamenn væru greftraðir þar; þeim li’afði ekki verið leyft að hvíla í víg'ðri mold eins og' hinum. Eg hugsaði oft um þcssa veslinga og kendi í brjóst um þá, en þegar eg hugsaði nánar um, fanst mér þeir mega þakka. fyrir að þurfa ekki að lig'gja innanum alla bansetta beinaþvöguna og ódaun- inn í kirkjugarðinum heldur í hreinni túnmold. — Siðan eg varð eldri, hefir óbeit mín á kirkjugörðum farið vax- andi, og eg hefi oft tekið undir með Grími: Háujn helzt und öldum hafs á botni köldum vil eg lúin leggja bein o. s. frv. Leng'i tekur sjórinn við. Þvi ekki nota þennan hreina, tæra, salta sjó, sem síðasta hviiubeð hinna látnu. Eg von- ast til að menn bindi ekki mylnustein um hálsinn á mér fyrir þessa uppástungu. Meiningin er ekki að sökkva mönnum eins og ketlingum í poka; heldur í þungum málm- kistum eða steinkistum, sem aldrei skýtni' aftur upp, og verja líkið fyrir árásum hákarla og annara gráðugra hræ- fiska sjávarins. Eg býst ekki við, að fá menn á þessa skoðun, enda er mér hún ekkei't áhugamál, þar eð vér með öðru móti, á miklu tryggilegri hátt, getum ráðstafað líkamanum, þ. e. með líkbrenslu. Það er sannfæring mín, að líkbrenslu ættu allar sið- aðar þjóðir að taka upp sem þann eina rétta veg til að losna við líkami hinna dauðu. Að þessi siður hefir enn ekki náð þeirri útbreiðslu, sem hann á skilið, er sumpart að kenna fastheldni við hina gömiu venju að jarða líkin, en sumpart vanþekkingu tolks á ýmsum þýðingarmiklum sannindum, sem ýmsir læknar og náttúrufræðingar hafa leitt í ljós á síðari árum, er sýna skýlaust t'iam á, að öll- um líkgreftri fylgir mesta óheilnæmi og sýkingarhætta t'yrir þá sem eftir lifa. Eg skal nú leitast við að skýra frá hvernig í þessu liggur. Líkaminn verður ekki að engu, hvort sem hann rotnar 4

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.