Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 54

Skírnir - 01.01.1905, Side 54
54 Líkbrensla. nm inn í logann í eldstónni og brennur þar til fulls, svo brenslunni fylgir enginn reykur né bræla. A undan líkbrenslunni fer fram syipuð viðhöfn og við jarðarfarir, í hinum litla snotra forsal fyrir framan ofninn, sem byrgt er fyrir með svörtu tjaldi, sem dregið er fyrir meðan á því stendur. Annaðhvort prestur eða leikmaður heldur líkræðuna; prestur kastar síðan rekum á, og að því búnu er kistan látin hverfa bak við dökka tjaldið og bið- ur þar brenslunnar, sem fer fram í viðurvist nánustu ætt- ingja, eða þeirra sem óska að vera viðstaddir, seinna um daginn. Öskunni er siðan safnað í lítið ker, sem ýmist er úr járni, leir eða tré, og ber nafn hins látna. Þessi ker eru geymd á hyllum í líkbrensluhúsinu. Þar má sjá nafn hins merka landa vors Edvald Johnsens læknis. Hann var meðal hinna fyrstu, er riðu á vaðið og létu brenna lík sitt. Þessi hkbrenslustaður er alt cf lítill og er því í ráði að byggja annan veglegri og stærri. Bæjarstjórnin hér, eins og í öllum stærri bæjum, er málinu mjög hlynt, því þær hafa sannfærst meir og meir um þá meinbugi, sem fylgja kirkjugörðunum, se n bæirnir vaxa lengra og lengra út fyrir. Það yrði auk þess enginn smáræðis sparnaður á dýrmætum bvggingarlóðum, ef líkbrensla yrði almenn og kirkjugarðarnir yrðu lagðir niður. Nú sem stendur kostar líkbrensla í Kaupmannahöfn nálægt 100 krónur að öllu samtöldu, sem þar að lýtur, og er það svipuð t'jái’hæð og vanaleg greftrun nemur, en ef fieiri og fieiri létu brenna sig, mundi þó kostnaðurinn fijótt lækka. Eg vil að endingu biðja alla íslendinga að íhuga þetta mál. Eg veit, að þeir eru margir heiina, sem heldur mundu óska að láta brenna sig et' þess væri kostur, heldur en að leggjast niður í hina dimmu gröf ef'tir dauðann. Það yrði hinni íslenzku þjóð til stórsóma, ef hún gengi á undan ýmsum öðrum mentuðum þjóðum, slepti gömlutn kreddum og hleypidómum og tæki upp hinn hreinlega

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.