Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 55

Skírnir - 01.01.1905, Side 55
Líkbreusla. 55 gamla sið, líkbrensluna. Margir munu svara, a.ð sú til- breyting' hefði marga erfiðleika og mikinn kostnað í för með sér upp til sveita, og játa eg því, að góðir ofnar kosta talsvert fé, en þó eigi meir enn svo, að stærri kaup- stöðum landsins væri vel kleift að styðja að því að koma upp líkbrensluofnum. Hins vegar má og geta þess, að auð- velt er að brenna lík eins og hvað annað. Baldur var eigi brendur í ofni, heldur á vanalegum bálkesti eins og ennþá tíðkast víða á Austurlöndum, og sé eg ekkert ljótt í því. Það væi'i óskandi, að eigi liði langur tími áður en líkbrensla kæmist á fót, að minsta kosti í Reykjavík. Með vaxandi skipagöngu vex stöðugt hættan á að- flutningi ýmissa skæðra sótta, en af því sem áður er ritað mun mönnum skiljast hvílíka þýðingu líkbrensla getur haft í slíkum tilfellum. Eldurinn er lnð bezta sótthreinsunarmeðal sem vér þekkjum, og gildir það bæði menn og skepnur. I þessu sambandi má því geta þess, að þegar t. d. skepnur drep- ast úr miltisbrandi, fjárpest eða öðrum næmum sjúk- dómi, er eina rétta aðferðin að brenna hræ þeirra. Steingbímub Matthíasson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.