Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 56

Skírnir - 01.01.1905, Side 56
Norsku kegnmgarlögin nýju. Frá 1. janúar þ. á. hafa nýju norsku hegningarlögin öðlast gildi. Lög þessi komu út 22. maí 1902, en vegna þess að ýmsar breytingar þurfti að gjöra á réttarfari lands- ins áður en þau gætu gengið í gildþ hefir orðið að fresta framkvæmd þeirra þar til i\ú. Af því að fá lög hafa meiri þýðingu fyrir meðiimi þjóðfélaganna en einmitt hegningarlöggjöfin vildi eg í fám orðum skýra frá þessum afarmerka norska lagabálki, sem vakið hefir mikla at- hygli í mörgum löndum, jafnvel einnig meðal ólöglærðra manna. Nær engri grein lögfræðinnar hefir meir fleygt fram á síðustu áratugum en hegningarrétti. Og þó hafa stór- kostlegar brevtingar orðið á allri lögfræðinni á þeim tím- um. Hlutsæisstefnan (realismus), .seni hvervetna ryður sér til rúms í vísindunum, hefir einnig verið sett i liásætið af öllum merkum og framsýnum lögfræðingum. Löggjöf og réttarfar á eigi framar að leggja höft á lífið og framsókn þess, heldur eiga lög og réttur að lagast eftir mannlífinu og eins og því hentar bezt. Alstaðar á lögfræðingurinn að gjöra sér þá spurningu: hvers vegna er þetta ákvæði svona, en eigi aðeins hvort það sé svona. Og ef laga- ákvæðið reynist þá að vera orðinn dauður bókstafur, stein- gjörfingur, sem dagaður er uppi og lífið hlaupið frá, þá burt með það! Aístaða þjóðfélaganna gagnvart glæpum og glæpa- mönnum hefir breyzt stórkostlega á síðustu áratugum. Aður var eud urgja Idsskoðuu in ríkjandi; ef glæpur var framinn, var refsing óumflýjanleg; hverju lagabroti varð

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.