Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 57

Skírnir - 01.01.1905, Page 57
■ Norsku hegningarlögin nýju. 57 vægðarlaust að fylgja refsing, engar afsakanir teknar gildar, engin miskunn. Menn horfðu aðeins á glæpinn, ekki á ástæður hans eða hvatir glæpamannsins. En nú leggj- ast menn dýpra, rannsaka ástæður og livatir, grafast fyrir rætur meinanna, og finna þá oft, að glæpamaðurinn hefir miklar afsakanir og er fremur meðaumkunar og góðrar meðferðar verður en hegningar. Glæpurinn þarf eigi að stafa af glæpsamlegu eðlisfari eða mannvonzku, heldur af atvikum, sem glæpamanninum er eigi sök á gefandi: illu uppeldi, afvegaleiðslu og slæmu eftirdæmi, örbirgð og’ úrræðaleysi, ofdrykkju o. s. frv., yfir höfuð einhverju þjóðarmeini eða þjóðarböli, sem fyrst og fremst þarf að lækna, bæta frá rótum, en eigi níðast á einstaklingunum, sem óviðráðanleg atvik hafa komið á kné. Það þarf að lækna meinið sjálft, orsök glæpanna, sjúkdóminn sjálfan, en eigi hamast aðeins gegn einkennum hans; slíkt verður aldrei varanleg lækning. Það þarf að sjá vanræktum og illa uppöldum börnum fyrir góðu og liollu uppeldi, verja þau frá afvegaleiðslu í samvizkulausum solli eða vondum áhrifum glæpa- eða lastafullra foreldra. Ríkisvaldið tekur börnin frá slíkum foreldrum og sér þeim fyrir góðu upp- eldi á alþjóðarkostnað, því að flestar þjóðir finna að upp- eldi og uppfræðsla framtíðarborgaranna er hið mesta vel- ferðarmál liverrar þjóðar. Þaö þarf fremur að bæta kjör fátæklingsins, sem stelur sakir örbirgðar, en að refsa hon- um með vatni og brauði; það þarf að stemma stigu fvrir ofdrykkjunni og girða þar með fvrir, að glæpir verði framdir í ofdrykkju: það þarf að fyrirgefa glæpamannin- um fyrsta aíbrot hans gegn hegningarlöggjöfinni, sérstak- lega sé það iítilsvert, og reyna þannig, hvort hann fæst ekki til að hugsa sig um og snúa aftur af glæpabrautinni; sé honum hegnt, þá er hann brennimerktur, fallinn, telur sér ekki uppreistar von og sekkur oft æ dýpra og dýpra. Það sem einkum gjörir nýju norsku hegningarlögin svo afarmerkileg er eimnitt hve mjög þau taka tillit til þessara nýju hrevfinga og kenninga í hegningarfræðinnir sem varla verður sagt að »hin almennu hegningarlög« vor

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.