Skírnir - 01.01.1905, Side 58
58
Norsku hegningarlögin nýju.
25. júní 1869 dreymi um; svo langt eru þau nú orðin á
■eftir tímanum.
Ekki var þeirn tiaustrað af þessum norsku liegningar-
lögum. Nefnd manna, valin af stjórn og stórþingi, vann
að þeim rúm 15 ár, en þeirra langfremstur var dr. juris
Bernhard Getz, áður lögfræðisprófessor í Kristjaníu, en
síðar eftir, að kviðdómar komust á, forstjóri ákæruvaldsins
í öllum Noregi (Rigsadvokat); sérfræðingur i hegningar-
rétti og kunnur meðal lögfræðinga víða um lönd af ritum
sínum í þeirri grein. Má kalla hann föður laganna.
Lögin eru alls í 435 greiuum og skiftast í 3 aðalkafla
með fvrirsögn: almenn ákvæði, glæpir og yflrsjónir; þar
við bætist bálkur um lögleiðslu laganna, alls 32 greinar,
og eru þar á meðal ýms ákvæði, sem snerta eigi beint
lögleiðslu laganna, svo sem um skaðabætur. Lögin grípa
yfii' töluvert meira et'ni en hegningarlög vor, sérstaklega
3. kaflinn um yfirsjónir; þar eru ákvæði um öll almenn
lögreglubrot. Lögin ná þannig yflr allan hegningarréttinn,
:sem hér flnst í einu lagi, í einum lagabálki. Annars skyldi
enginn ætla, að lögin næðu yflr nákvæmlega hina sömu
g'læpi, sem hegningarlög vor. Það var margt talið glæpur
fyrir 30—40 árum, þegar hegningarlög vor voru samin,
sem réttarmeðvitund síðustu tíma telur engan glæp og á
hinn bóginn má þar flnna ýmislegt athæfl í glæpa- eða
yfirsjónaflokki, sem hegningarlög vor ekki einu sinni nefna.
.Svona breytast tímarnir og réttarmeðvitundin hjá þjóð-
félögunum.
Fyrsti kafli laganna heflr að fyrirsögn: »Almennar
ákvarðanir« og eru þar tekin fram hin almennu skilyrði
fyrir hegningu glaípa og yflrsjóna; eru þau að miklu leyti
hin sömu og í hegningarlögum vorum. Þó eru ýmsar
mikilvægar breytingar: Lögaldur sakamanna er 14 ára
nldur (10 ár hjá oss). Um fyrningu saka eru sett ítarleg
ákvæði; allar sakir geta fyrnst, þannig að að liðnutn fvrn-
ingartímanum má eigi beita refsingu, þótt afbrotið komist
upp. Fyrningarfresturinn er misjafnlega langur alt eftir
stterð afbrotsins, frá 1—30 ára. Jafnvel hegning fyrir