Skírnir - 01.01.1905, Page 62
Willard Fiske.
[Af prentuðum ritum hefi ég þetta eitt á að byggja: „Sunnanfara“
I, 9. ug 34. bls. (greinar eftir Olaf Davíðsson); nafnlausa grein, sem lítið
er á að græða, í „Þjóðvinafélags-almanakinu“ fyrir 1898; grein eftir
„B. M.“ í „Þjóðólfi“ 5. Ágúst 1894, og útdrátt úr erfðaskrá W. F. í
„Reykjavik“ V. árg. 204, 209. 1)1».].
Sumarið 187.3 varð eg' að fara úr landi til Banda-
ríkjanna, og var eg veturinn 1873—74 við verzlun í þorp-
inu North Cape i Wisconsin. Þann vetur reit ég af og til
greinar i norskt dagblað »Skandinaven« í Chieago, flestar
um Island, og stóð nafn mitt og heimili undir. Skömmu
eftir að fyrstu greinarnar komu út, fekk ég einn dag bréf
frá manni, sem eg hafði aldrei heyrt nefndan fyrri. Það
var háskólakennari og háskóla-bókavörður við Cornell-
-háskóla í borginni Ithaca í New York ríki og hét Willard
Fiske. Kvaðst hann iiafa vitað, að ég var í Ameríku, en
ekki hvar ég væri niður kominn, fyrri en hann hefði séð
nafn mitt í »Skandinaven«, er haldinn væri á lestrarstofu
háskólans; en æskuvinur sinn Gísli Brynjúlfson, háskóla-
kennari í Kaupmannahöfn, hefði minst á mig í bréfl til
sín og beðið sig að vera mér innanhandar, ef svo bæri
undir að hann skyldi verða var við mig.
Þetta varð upphaf kynningar okkar, og nokkru síðar
liafði hann nefnt mig á nafn í grein um Island í »The
Nation«; en það leiddi aftur til þess, að vinur hans einn
fékk hjá lionum utanáskrift mína og reit mér til að vekja
athygli mína á Alaska.