Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 67

Skírnir - 01.01.1905, Page 67
Willard Fiske. 67 eftir fig látinn. Bókfræðirit hnns um Petrnrea munu ekki eiga sinn líka. Þá er þess getandi, að Fiske var með beztu skák- mönnum í heimi og allra manna bókfróðastur um skák- list. Hann hafði safnað yfir 1200 bindum um skák og gefið landsbókasafninu hér, allar bækurnar í prýðilegasta bandi. »B. M.« segir í »Þjóðólfi«, að »ekkert bókasafn á Norðurlöndum eigi nú eins gott sal'n um skáklistina, eins og Landsbókasafnið«. Það er mála sannast. En á nokk- urt bókasafn í heimi jafn-gott safn i þeirri grein? Ég þori nærri að fullyrða, að ekkert, bókasafn, sem er almennings- eign, á þess líka. Hitt er ekki fyrir takandi, þótt mér sé ókunnugt um það, að eitthvert auðugt skákfélag kunni að eiga jafnstórt safn. En efasamt mun það vera, að svo sé. Og vafalaust er hér nú margt kver í skákfræði, sem ekki er annarstaðar til. Að gizka á verð þessa safns, mun torvelt, því að margar bækur eru þar metfé, en safnið í heild sinni væri ekki of metið á 20,000 krónur. W. F. gaf hverju heimili í Grimsey skáktafi. Hann gaf taflfélagi Reykjavíkur, er stofnað var að hans tilsrilli, skáktöfl og skákborð; hann sendi og hingað skákborð til að selja til hagsmuna fyrir félagið. Hann gaf út íslenzkar skákbækur og skáktímarit á sinn kostnað og gaf taflfélag- inu í Reykjavík alt upplagið. Eins gaf hann gjafir tafi- félagi Islendinga í Winnipeg og ýmsum einstökum Islend- ingum gaf hann töfi. A undan þjóðhátíðinni 1874 gekkst hann fvrir að safna miklum bókagjöfum í Ameríku til Landsbókasafnsins hér (sem þá hét »stiftisbókasafn« upp á dönsku!). Hann heimsótti ísland 1879 og ferðaðist hér umhverfis landið. Þá stofnaði hann bókasafnið »íþaka« fyrir læri- sveina latínuskólans og gaf því höfðinglegar gjafir jafnan síðan. W. F. hafði áhuga eigi að eins á bókmentum Islands, heldur á öllum þess hag og velfarnan. »Brúun elfa og akvegir um landið —, það eru íslands brýnustu þarfir«, sagði hann við mig, er hann heimsótti mig á Eskifirði 1879, 5*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.