Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 70

Skírnir - 01.01.1905, Side 70
70 Wi.lard Fis'<e. voriö komu þau aftur til Ítalíu; þar dó hún um vorið eða sumarið i Florence. Ettir lát konu sinnar sagði Fiske af sér embætti og settist að i Florence. Þar keypti hann sér síðar veglegt hús ( Villa Landor) og þar lifði hann til dauðadags, en ferð- aðist oft á sumrum norður um Evrópu og til Ameriku. VLLLA LANDOfi. Erfðaskrá Cornells þekki ég ekki, en hún mun hafa verið á þá leið, að ef Jennie M’Graw dæi barnlaus, þá félli það sem hún léti eftir sig til Cornell-háskóla. En hún mun hafa gefið man-ni sínum allan auð sinn (Doll. 3 000 000= 11 250 000 króna) í lifanda lífi, svo að hún átti sjálf ekkert, er lmn dó. En hvernig sem það hefir verið, þá er hitt víst, að Cornell-háskóli fór í mál við próf. Fiske út af arfinum og stóð það lengi. Loks féll hæstarréttardómur Bandaríkjanna sumarið eða haustið 18110, og vann próf'. Fiske málið að fulln. »The Nation« gat um dóminn þá og gat þess jafnframt, að Fiske hefði látið sig vita, að hann mundi arfleiða háskólann að mestöllum eignum sínum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.