Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 81

Skírnir - 01.01.1905, Side 81
Utlendar fiéttir. 81 ellilasleika, en Gústaf ríkiserfingi tekið við henni, og hafa Norð- menn verri trú á honum en föður hans. Norska ráðaneytið hefir nú sagt af sér völdum út úr þessum ágreiningi urn konsúlamálið. Hagerup ráðaneytisformaður og fleiri vildu slíta sambandið við Svía, þó með samningum frá beggja hálfu og í fullu bróðerni, og þvi nráli fylgdi nú Björnstjerne Björnson; ætlun þeirra er, að einhver sænski priusinn verði konungur í Nor- egi. Aðrir af ráðgjöfunum vildu, að norska þingið samþykti lög um, að Noregur skyldi framvegis hafa sérstaka konsúla og fengju þau lög gildi þegar þrjú þing hefðu samþykt þau, hvað sem konungur og Sviar segðu. Fyrir þessari stefnu gekst Mic- helsen ráðherra og varð hún ofan á. Konungur bað Hagerup að halda völdum þangað til málið væri í þetta sinn komið gegnum þingið. En ætlað er, að Michelsen verði síðan falið að mynda nýtt ráðaneyti. Frá ymsum löndum. I Baudaríkjunum var Roosevelt endurkosinn forseti síðastl. haust með ntiklum atkvæðamun. I Frakklandi eru orðin ráðaneytaskifti. Combesráðaneytið beiddist lausttar í miðjum janúar, hafði þó enn meiri hluta í þing- inu, en þótti hann of lítill, 287 atkvæði móti 281. Combes kom til valda 7. júní 1902 og hefir því lengi haldið völdum, eftir því sem um er að gera í Frakklandi. Rouvier, gamall stjórnmálamaður, varð eftirmaður hans, og kvað halda fram sömu stefnu, en þó eigi vera jafneittdreginn óvinur kaþólskra klerka og Combes. I síðasta Skírni er getið um santninga milli Breta og Frakka um yfirráð í Norðurafríku og játuðu Bretar þar forráðarétti Frakka að Marokkó. En Marokkó er að nafni óháð ríki og neita íbúarnir fastlega afskiftum Frakka af málum sínum og búast til að reka þá með her af höndum sér. Krúger, fyrv. Búaforseti, andaðist 14. júlí f. á. 15. marz p. G. 6

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.