Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 83

Skírnir - 01.01.1905, Side 83
Kitdómar. 85 Ofr um leið íslenzkari, ef aukamálsi;ieinutn væri v/ðar en gjört hefir verið snúið í beina frásögn. Framan við æfint/rin hefir þvðandinn ritað góða grein um Andersen og skáldskap hans. Ytri frágangur bókarinnar er fremur góður, myndir margar. Fremst er ágæt mynd af Andersen sjálfum. Bókin ætti að vera kærkomin ungum og gömlum. G. F. 4; 4; $ Matth. Jochumsson: Ljóðmæli III. Rvík 1904. [Kostnaðarm. David ÖstlundJ. I þetta bindi er, eins og í tvö hin fyrri, safnað bæði gömlum kvæðum og nyjum. Flokkaskipunin er, eins og fyrri í biudunum, mjóg af handahófi. Sum af beztu kvæðunum í eldri útgáfunni eru nú fyrst í þessu bindi tekin inn í nyja safnið, svo sem »Nyársósk Fjallkonunnar«, »Móðurkveðja« o. fl. Af eldri þyðingum eru hjer t. d. kvæði eftir Byron, snildarlega þydd, bæði kvæði úr »Manfreð« og fleira, sem áður var prentað aftan við þyðingu síra Matthíasar á »Manfreð«. I þessu bindi er þó miklu meira nytt, þ. e. a. s. kvæði, sem ekki hafa áður verið prentuð, eða þá kvæði, sem prent- uð hafa verið til og frá í dagblöðum. Sumt er nylega ort. Prent- villur eru færri í þessu bindi, en hinum fyrri, og engar meittlegar, af þeirn sem eg hef rekist á, aðrar en sú, að kjaftur verður að kraftur á 84. bls., í skopkvæði til Gests skálds Pálssonar. A 6. bls. stendur að fyrir af, á 10. bls. samur fyrir sannur og á 19. bls. njóta fyrir njóla, og fleira mun vera til og frá af því tagi. Hefði prófarkalestur á kvæðunum frá upphafi átt að vera betri. Annars er frágatigurinn vandaður, eins og fram hefir verið tekið um hin fyrri bittdi. Til þess að dæma um einstök kvæði í bittdinu er hér ekki rúm, og því síður til þess að tala um skáldskap stra Matthíasar yfir höfuð. Ætlunin er aðeins, að minna á útkomu þessa bindis, og á kvæðasafuið í heild sinni. Það æt.ti að fá sem flesta kaupendur. I ár á að koma út IV. og síðasta bindi kvæðanna og fylgja þvt æfisaga skáldsins, rituð af sjálfum houum. I ár á líka að koma út 3. útgáfa af þyðingu hans á Friðþjófs sögu Tegners. Og í ár verður síra Matthías sjötugur. En ellintörk sjást engin á honum enn, hvorki andlega nó líkamlega. p. G. * * * 6*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.