Skírnir - 01.01.1905, Side 88
88
Ritdómar.
antia. Það er skáldskapargáfa fyrir sig að leysa þann vanda svo
vel af hendi.
Vór skulum taka sem eitt dæmi af mörgum kvæði Benedikts
Gröndals eldra eftir Hannes biskup Finnsson: »Þrútin af ekka þrykti
hjálm««, sem menn skyldu ætla að lítt væri gjörlegt að þýða á
útlenda tungu. Þýðing Poestions hljóðar þannig:
Traurig, alles Frohsinns beraubt,
úber des Speeres Schaft sich neigend,
presste Minerva den Helm ans Haupt,
Hannes’ Hingang beweinte sie schweigend.
Dann schweifte ihr Auge, so scharf und licht,
úber das Land hin, ob unter seinen
toten wie lebenden Söhnen nicht
dem Hannes gleich einen sie fánde, nur einen.
Trauergebeugt auch Apollo stand
und liess den Blich auf den Boden gleiten.
An schroff-abschússiger Felsen Rand
schlug er der Leier tieftönende Saiten.
Weit die gezackten Berge entlang
bebten die Töne, und durch den reinen
Ather klagend zurúck es klang
mit langem Widerhall: keinen, keinen\
Það er hvorttveggja að þýzk stórskáld (Goethe, Schiller, Heine)
hafa orðið mörgum á meðal vor sérstaklega kær og það enda svo
að sum kvæði þeirra, er þýdd hafa verið á íslenzku, lifa á vörum
almennings sem innlend frumkvæði væri, enda er oss hinsvegar eigi
lítil ánægja að sjá íslenzk kvæði s\To prýðilega endurkveðin á móð-
urmáli nefndra skálda, því máli, sem ísleuzkunni er svo samstofna
og nákomið og jafnframt flestum ef ekki öllum málum betur fallið
til að ná því, sem hugsanlegt er að náð verði í ljóðaþýðingum.
Vér unnum þýzkri tungu og þýzkum bókmentum og þeir á meðal
vor, sem þýzku kunna og lesa — og þeim fer sífjölgandi — þeir
munu og hafa yndi af að lesa hin íslenzku Ijóðin endurborin á
þeirri tungu.
Með því að hók þessi hefir alment getið sér lof á Þýzkalandi
og horfur eru á, að ekki líði á löngu áður önnur útgáfa hennar
komi, þá vonum vér að hún verði að ýmsu fyllri eti þessi. Svo
virðist meðal annars sem hinn heiðraði höfundur hafi ekki þekt til